miðvikudagur, október 29, 2003

Bílinn minn er yndislegur en samt er hann -
1. Nærri bremsulaus,
2. Rafmagnslaus,
3. Eineygður,
4. Með Parkinson (þegar bremsar),
5. Brennir olíu,
6. Lekur olíu,
7. Með ónýta rafmagnsrúðuupphalara,
8. Með eina rúðuþurrku (hún er ekkert svaka afkastamikil og skilur eftir sig rákir),
9. Bremsudæla rekst í #’*%* og myndar hávært síendurtekið hljóð(eftir atvikið á Vestfjörðum),
10. Handbremsulaus,
11. Varadekkslaus, felgujárn- og tjakklaus (komst að því á Vestfjörðum),
12. Vantar koppa á felgurnar,
13. Alternatorinn er ónýtur,
14. Kolin búin,
15. Dúðubrúin(spyrjið Andra) slöpp,
16. Startar ekki,
17. Með ofvirkt innsog,
18. Læsingar frjósa auðveldlega,
19. Ekki er hægt að opna hurðina ökumannsmegin nema lemja hana út,
20. Með misstóra bremsudiska að framan,
21. Ljósin koma sittáhvað upp svo bara annað lýsir (reyndar er Guðmundur Óli búinn að massa það núna, aftengdi búnaðinn svo hægra ljósið er alltaf uppi),
22. Með slappar felgur (eftir atvikið á Vestfjörðum),
23. Lélegar rær,
24. Varhugaverða samlæsingu,
25. Sé bara með filmu í afturrúðunni og afturí farþegamegin,
26. Hátalarnir frammí virka ekki (hátalar afturí samt ágætir),
27. Beyglaður að framan eftir aftanákeyrslu (annað stöðuljósið er laust en maður sparkar bara vel í það svo það tolli)
28. Rafgeymir myndar mikla hvíta duft sýru,
29. Hlífin á bensínlokinu hangir á annarri festingunni (ég held hún detti bráðum af),
30. Snúningshraðamælirinn er farinn að hegða sér eins og á gamla Daihatsu,
31. Beltin slöpp (og málmurinn sem fer í læsinguna liggur alltaf niðrá gólfi þegar ekki er verið að nota hann, báðum megin),
32. Beltin afturí slöpp,
33. Far eftir sígarettu í áklæðinu afturí
34. Vantar gúmmímottur afturí
35. Gat á gúmmímottu ökumannsmegin
36. Vatn lekur inní skottið (pollur á gólfinu þar),
37. Útvarpið pípir án ástæðu (reyndar lagaði Bó það í sumar en það er aftur byrjað),
38. Án vafa eru þónokkur atriði undir vélahlífinni vafasöm (pabbi hennar Oddnýjar gafst allavega upp og sagði mér að henda kvikindinu strax, fyrir þrem mánuðum),
39. Sígaretturkveikjaragatið gefur ekkert rafmagn t.d. til að hlaða síma,
40. Það er mikið ryk í bílnum (eftir Vestfirði),
41. Það er ekki hægt að ýta honum í gang (það verður að gefa start),
Mér dettur ekkert fleira í hug svona í fljótheitum. Kannski það sé bara ég en eru aðrir bílar ekki svona líka, eða lagar fólk þessa hluti kannski jafnóðum og það verður þeirra vart?

mánudagur, október 27, 2003

Ég er svona mikill bloggari.

31.25 %

My weblog owns 31.25 % of me.
Does your weblog own you?

Ég ákvað að sleppa ræktinni í dag, ég treysti ekki hreinlætisaðstöðunni þar fyrir opnu sári og er auk þess í tímaþröng. Svo ég ákvað að taka sturtuna heima í dag. Þegar á hólminn var komið ákvað ég að fara frekar í bað, því það er svo afslappandi að fara í bað. Ég læt renna í baðið og fer svo að slaka á og undirbúa baðferðina. Þegar nægt vatn er komið í karið fer ég úr öllum fötunum og sting sárum vinstri fæti af hraða og festu ofan í brrrr fokk það var ískalt, ég hugsa hmm kannski ég ætti að hafa fótinn ofan í til að kæla sárið en svo átta ég mig á því að kannski er of seint að grípa til þannig úrlausna. Svo ég öskra yfir mig og kippi fætinum upp úr. Djöfull að lenda í þessu, ég kanna hitastillinguna og mér virðist sem ég hafi gert einhver smámistök í ferlinu. Hmm, best að láta renna úr baðinu smá af kalda vatninu og bæta svo heitasta vatninu við, á meðan á þessu stendur er ég berstrípaður. Þarna langaði mig í baðslopp ég hefði átt að biðja um hann í afmælisgjöf. Bíð í sex eða sjö mínútur eftir að baðið nái fyrri styrk að magninu til og viti menn þá er allt heita vatnið við kranann en kalda vatnið í hinum endanum. Ég næ að mynda hringstreymi með höndunum til að ná æskilegri hitajöfnun í karinu. Kostuleg sjón og eftir nokkrar mínútur af þessum handahreyfingum ákveð ég að prófa að stíga aftur ofan í en þá er eins og hægri fóturinn sé í kaldara umhverfi en sá vinstri. Svo ég næ í sturtuhausinn og reyni að láta heitt vatn skella á yfirborðið úti um allt. Með svolítilli þrautseigju næ ég viðunandi hita. En þegar ég læt búkinn síga kemur í ljós að það eru ennþá einhver samskiptavandamál milli heita og kalda vatnsins. Svo að í staðinn fyrir að sitja í heitu karinu og láta hitann róa vöðva og bein, er ég staddur í vondu baði þar sem mér er köflótt heitt kalt og þrátt fyrir miklar jöfnunarhreyfingar næ ég baðinu ekki eins og mig langar að hafa það. Ég fer því upp úr ósáttur og í enn meiri tímaþröng því ég þarf auðvitað að skrifa um allt þetta á bloggið meðan þetta er enn í fersku minni.

sunnudagur, október 26, 2003

Þorsteinn Guðmundsson er snillingur

Ég fór í gær í afmæli til hennar Elfu 20 ára, og tók þessar myndir. Þetta var bara skemmtilegasta í heimi eins og myndirnar sýna. Fyrir utan það var það markverðasta sem gerðist að ég fékk pinnahæl frá þessari í stórutá það var vont ég fékk Fékk þetta sár og þurfti plástur og þá leit þetta svona út. Eftir þetta varð ég fjarrænn og skrýtinn. Mig vantaði far í bæinn, þvert á leiðbeinandi tilmæli læknasonarins sem sagði mér að mín biði snöggur dauði ef ekki yrði haldið uppí Árbæ og það strax, í staðin rakst ég á hana Eygló, áhugaverð manneskja, með henni voru Hanna Guðný og Maggi, kyrjandi jólalög, við fórum í bæinn og gerðum allt vitlaust í brotabrotatíma.

föstudagur, október 24, 2003


Norðurljósin.

Eins og heimsbyggðin veit er Sólin í miklum ham þessa stundina og truflar notkun mannfólksins á rafmagni með segulstormum, hérna eru nokkrar góðar myndir sem sjálfhverfir gervihnettir hafa tekið af fyrirbærinu.


Segulstormar frá sólblettum, stækkuð mynd af kjarnamassa sem losnar með miklum krafti frá Sólinni og þeysist beint á litlu plánetuna okkar, LASCO apparat tók myndina.


Segulstormar frá sólblettum, stækkuð mynd af sólblett 484, MDI apparat á SOHO apparati tók mynd.

fimmtudagur, október 23, 2003

Ég er með svo mjúkan tónlistarsmekk, núna til dæmis að hlusta á Velvet með Aha.

Ég er búinn að skrifa upp allar sögurnar sem tilgreindar eru í valmöguleikun könnunarinnar, svo það er undir fjöldanum komið hver fer í loftið, Og Vodafone sagan er mjög safarík ég mæli með henni. Annars var að koma stór viðbót við bæði Mözdu vandamál og Bifreiðaverkstæðissöguna, í dag.

Góða helgi krúsídúllubollurnar mínar.

miðvikudagur, október 22, 2003

Klaufinn ég, gleymdi að taka þátt í víkingalottó og að sjálfsögðu vann enginn því ég tók ekki þátt...

Ég er glaður.

Helvítis Sporthúsið skal fara að taka sig á í hreinlætismálum, um daginn var einhver gaur í því að spúla áður en hann sjálfur fór í sturtu. Hversu langt á þetta að ganga, ráðið mann í verkið!!! Bróðir Lindu Pé hreinsar þetta stundum sjálfur og drasl þeir sem sjá það hrósa honum fyrir að ganga svona í verkin, ég segi nú bara hann er nískur andskoti að spara sér verkamannamánaðarlaun með því að ráða ekki starfsmann til að sjá um þetta. Ekki nóg með ógeðslega þurrkasérafaðstöðu heldur er oft einhver viðbjóður á gólfinu á klæðasigísvæðinu líka. Ég þoli ekki að vera svona fúll yfir þessu, það þýðir ekkert að tala við starfsfólkið þarna það grínast bara á móti. Ég er reglulegur gestur í hugmyndakassanum með þessar athugasemdir og þó hann sé tæmdur með reglulegu millibili gerist ekkert varðandi þrif. Væntanlega mun ég ekki framlengja kortið, sem ég keypti fyrr í haust, um þarnæstu mánaðarmót.

þriðjudagur, október 21, 2003

Vá hvað allir eru góðir við mig að hrósa blogginu, ég á bara ekki til orð. Fólk segist vera ánægt með síðuna óbeðið og það fyrir framan ókunnuga. Meir að segja var mér hælt fyrir myndatexta, og þá er nú mikið sagt því það þarf ekki mikið til að slíkur texti verði vandræðalegur. Takk marh. Að sjálfsögðu spilar smá inní að ég hef markvisst markaðssett bolgið hvert sem ég fer. Svo er teljarinn magnað fyrirbæri að fylgjast með hvernig umferðinni er háttað. Já, ég er glaður…. rjóður í kinnum, saddur og stæltur.

Merkilegur maður hann Mahathir Mohamad forsætisráðherra Malasíu, hann er maður með áhugaverðar skoðanir. „Ísrael er lítið ríki. Það er ekki svo margir gyðingar í heiminum. En þeir eru svo hrokafullir, þeir bjóða öllum heiminum byrginn. Jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar segi nei, þá fara þeir sínu fram. Hvers vegna? Vegna þess að þeir hafa stuðning alls þessa fólks,“. Gyðingar eru nefnilega ekkert merkilegri en aðrir og á ekki að leifast að fara í sláturferðir inní íbúðarbyggðir með nýjustu hergögnum. Svo sagði hann þegar talið barst að John Howard, forsetisráðherra Ástralíu „Ástralskir leiðtogar, einkum forsætisráðherrar, eru hrifnir af því að láta fúkyrði falla um mig. John Howard er eins, hann hefur ítrekað gagnrýnt dómskerfið okkar, líkt og við skiljum ekki lögin, við skiljum ekki sanngirni og réttlæti. En hið rétta er að við gerum það. Til að mynda er okkur borin vel sagan af því hvernig við höfum komið fram við frumbyggja. Skutum þá ekki til bana. Við frömdum ekki þjóðarmorð. Svo þegar þið ætlið að gagnrýna aðrar þjóðir, lítið fyrst af einhverri auðmýkt í eigin barm,“. Verst að hann var ekki lýðræðislega kjörinn eins og Bush!!!

sunnudagur, október 19, 2003

Til hamingju með afmælið í dag Elfa megi 19. október 2003 veita þér gleði og saung í hjarta.......

Vel byrjaði dæmið, Ófeigur sem klúðraði 4. okt fyrir okkur bætta nokkurnvegin fyrir það með aukakút af miði. ÉG, Björgvin og Elín(sem mætt vorum fyrst vegna greiðvikni Unu, takk Una) náðum varla að stinga úr einni umferð áður en meðlimir Netfangalistans komu og brögðuðu á höfuðstólnum með okkur. aaaaa hvað þetta smakkaðist allt vel og ekki skemmdi að mikil auglýsingamennska í gegnum Netfangalista Björgvins skilaði sér í því að flestir voru mættir á skikkanlegum tíma. Síðan rak hvert skemmtiatriðið annað og greinilegt var að afmælið sem var líka á Glaumbar átti ekki séns í úthverfabúana, bæði hvað varðaði hávaða og prúðmennsku. DJ Danni komst í feitt þegar skítug miðbæjarrotta bauð honum aðgang að örvandi og sljóvgandi efnum gegn vægu gjaldi. Sem betur fer hló Disk Jockeyinn svo að honum að rottan yfirgaf svæðið og fór aftur í holræsið þar sem skylt lið á heima. Vá svo hófst dansinn og enginn smá dans við áttum gólfið, partýið var byrjaði og það varð hið mesta sem um getur í sögu sumarstarfsmanna Gufuneskirkjugarðar......

Myndir Glaumbar 18. október 2003.

föstudagur, október 17, 2003

PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ.....................................................

miðvikudagur, október 15, 2003

ÉG vil biðja lesendur afsökunar á skrifleysi ég hef verið upptekinn við myndaröðun á netið, og verð næstu daga.

sunnudagur, október 12, 2003


Brúskur.


Chjón Geuvara.


Er þetta er ekki bara fallegasti karlmaður í heimi?
Föstudagurinn fór að mestu í eitthvað fullorðins. En þegar kvöldaði yngdist ég og var víst staddur á Ölveri við hávært glamur Karíókí sem fór ekki vel í mig og Leon var í hrókasamræðum við meyjar kvöldsins en ég fór því ég var búinn að fá nóg. Til Valda en þar var gott geim í gangi Jónsi staddur í húsi og fleiri Hornfirðingar og mikil músík og mikið gaman - bang - við löbbuðum niðrí bæ..... ÉG fór á kofann enda voru þar staddar ektakvinnurnar Bára, Klara og Elsa en eins og ég veit eru þær með betri manneskjum jarðar. Sog fór Valdi að dansa og enginn smá dans ég held bara að hann hafi fengið allavega fjóra til að standa upp og dansa með, mig meðtalinn, hann kann sko að skrúfa upp gáfurnar. Svo bara hef ég ekki hugmynd hvað gerðist en ég var allavega á bardraslinu 11 í ruglinu. De Boomkicker líka en þar hef ég viðkomu hvert skipti sem í miðbæ er stigið.

föstudagur, október 10, 2003

Loksins er ég kominn með þráðlausanetið í gang heima, eftir mikið rifrildi og bið hjá Og Vodafone(meira um það seinna). En eitthvað er það hægt blessað, allavega get ég farið að setja inn myndir núna hef samt ekki tíma í dag er að fara í kokteilboð hjá banka.

fimmtudagur, október 09, 2003

Fokk, ég er orðinn eitthvað klikkaður.

miðvikudagur, október 08, 2003

Svo kemur ein svaka saga bráðum þar sem ég kúka á Og Vodafone yfir lélegri þjónustu, lygum, svikum, skemmdarverkum og afskiptaleysi.

Frat, af hverju er ekki hægt að hafa greinaskil lengur á þessu bloggi ég er ekki sáttur við þetta rugl. Aaaaaarrrrrrrrg.

This can´t go on, baby(söngur[Love Potion #9]). Það fyrsta sem ég skrifaði á bloggið 11. janúar 2003 var eftirfarandi. „Ég vil byrja á því að lýsa yfir stríði á hendur skítugum sturtugólfum á sundstöðum og í íþróttahúsum. Það er með öllu óásættanlegt að venjulegir Jónar þurfi að passa hvar þeir drepa niður fæti á meðan þeir þurrka á sér höfuð, búk og útlimi. Ég mun lýsa hverri einustu slíkri ferð sem ég fer í, ef þessi síða endist eitthvað hjá mér.“ Þetta stríð er í fullum gangi og tók nýja stefnu í gær þegar ég setti miða í hugmyndakassann hjá Sporthúsinu um að hreinlætismál þar væru fyrir neðan allar hellur og hreinlega til skammar. Svo kom Óli samstarfsmaður með góðan punkt, innihaldið var eftirfarandi… „hvers vegna eru hreinlætisaðstöður á líkamshyllingarstöðum uppsettar þannig að maður labbar í gegnum klósettskálasvæðið á leið sinni frá þurrkustaðnum að klæðasigístaðnum. Maður er búinn að þrífa sig en labbar svo í gegnum hlandið, þar sem ekki er hægt að skola sinn áður en maður tekur á rás frá pisseríinu (og pissar smá á gólfið), þannig verða tær skítugar aftur en ekki er hægt að skola þær áður en í sokka er farið“ Já já hvurslagserþettaeiginlega? Það er samt ekki bara hlandskálar sem skapa vandann. Þetta er hægt að leysa á einfaldan og þægilegan máta. Með því að hafa svæði rétt áður en maður labbar inní klæðasigísvæðið þar sem fætur eru skolaðir t.d. með lítillega hallandi stömu gólfi þar sem vatn leikur um yfirborð, svo maður labbi alltaf í glænýju vatni. Þannig er hægt að bæta hreinlæti þjóðarinnar og heimsins alls ef réttir aðilar fá rétt verð fyrir að selja vöruna.

þriðjudagur, október 07, 2003

Maður getur ekki treyst þessu Shout Outi svo ég setti inn annað comment dót.

En hey djöfull er magnað hvað fólk kann ekki að þökuleggja, var að keyra um um daginn og sá einhverja tyrfa umferðareyju og þeir létu þökurnar liggja yfir kantinn svo sópa þarf moldina undan seinna. MJÖG MIKILVÆGT ER AÐ PASSA AÐ ENGIN MOLD KOMI Á MALBIKIÐ eða svo finnst mér allavega en þessir iðnaðarmenn voru ekkert að spá í því og bara leggja einhvernvegin USSS...

sunnudagur, október 05, 2003

Kallinn á miðhæðinni vakti alla í stigaganginum síðustu nótt með látum gesta sinna. En í þessari 3 herbergja íbúð búa 10 víetnamar og þessi eini íslenski kall. Einhver vinur hans fór víst að lemja eina útlenska og mikil læti fylgdu. Svo kom löggan og róaði helvítis liðið niður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona lagað gerist í þessum stigagangi þetta fólk er búið að vera með læti í nokkra mánuði allt að 20 að ég held. Fyrst bjuggu þar víetnamar helst til of margir með tilheyrandi skvaldri þó þeir hafi ekki verið eins slæmir og íslendingarnir eru sem fóru að umgangast þau. Frægt er þegar hnífaslagur var á bílastæðinu hérna sem engin af þeim vildi svo kannast við þegar löggan kom, lagana verðir eru reglulegir gestir hjá þeim núorðið útaf hávaða og misþyrmingum. Svo flutti ein dekurdrós utan af landi í aðra íbúð og fór að nota eiturlyf og hlusta á Nirvana svo ég fékk ógeð á Nirvana og tengi dópi í dag. Þessu útálandiliði fylgdi endalaus hávaði og opið hús allan sólarhringinn og stanslaus straumur af kaupendum, seljendum, aumingjum, handrukkurum og leðurklæddum hákörlum á stórum jeppum. Sem betur fer flutti hún út eftir þrjú ár af rugli. Svo keypti féló íbúð og inn fluttu hjón sem þjáðust af áfengissýki og óvild í garð hvers annars svo mikilli að þau vildi helst drepa hvort annað og margendurtóku það á hvaða tímum sólarhrings sem þeim þótti passa. Eftir nokkuð marga mánuði af þeim skemmtilegheitum og heimsóknum lögreglu hverja helgi og oftast virka daga með var þeim hent út blessuðum svo þau gætu angrað aðra blokk sem féló hafði keypt íbúð í. Í þá íbúð flutti svo þessi rólyndismaður sem les Biblíuna og þvær þvottinn sinn svo ekki meiri vesen þaðan. Af og til flutti dekurdrósin aftur inní íbúðina sína sem apótekarinn faðir hennar á Sauðárkróki hafði fjárfest í fyrir hana. Þá kom löggan í nokkur skipti og hún flutti eitthvað annað í nokkrar vikur og kom svo aftur og kemur enn. Svona er nú lífið......

föstudagur, október 03, 2003

Í dag er góður dagur...........

fimmtudagur, október 02, 2003

Morgundagurinn morgundagurinn á Gauknum hauknum bauknum...

Víííííí ef þið bara vissuð hvað ég er frægur vá og fólk hlær að mér ódrukkið meiraðsegja.

En að álvarlegri málefnum.com
Hér er víst komin Bryndís Hankaradóttir Sigurjónsdóttir Þórey með þessa líka mögnuðu síðu

miðvikudagur, október 01, 2003

HAHAHAHA Spennufall var ég í Idol ha hvað meinaru ég já gaman. Verð að drífa mig að horfa á þetta drasl því ekki vil ég missa af þessu og ég komst í annan þáttinn þegar þeir þurftu sem mest að bæta áhorfið því allir horfa á fyrsta þáttinn en það sem gerist í öðrum þætti ræður úrslitum um áhorf á næstu 4 þætti. Svo auðvitað slengdu þeir Jóni Mínum á skjáinn svo allir myndu vera glaðir, og ekkert smá glaðir ég bara fékk ekki frið í bænum... Shit hvað þetta var gaman meira um þetta seinna þegar ég hef horft á draslið.........

GLEÐILEGAN OKTÓBER. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að halda beri uppá mánaðarmót eins og haldið er uppá áramót, nema auðvitað minna um sig.

Skaðabótapartýi verður haldið á föstudaginn fyrir það sem átti að vera á laugardaginn. Gaukur á stöng á föstudaginn, kostar þúsund inn, það fólk sem veit hvað ég á við endilega mæta en ekki fæta þó í lagi sé að tæta og bæta og ná sér í eina sæta.