Bílinn minn er yndislegur en samt er hann -
1. Nærri bremsulaus,
2. Rafmagnslaus,
3. Eineygður,
4. Með Parkinson (þegar bremsar),
5. Brennir olíu,
6. Lekur olíu,
7. Með ónýta rafmagnsrúðuupphalara,
8. Með eina rúðuþurrku (hún er ekkert svaka afkastamikil og skilur eftir sig rákir),
9. Bremsudæla rekst í #’*%* og myndar hávært síendurtekið hljóð(eftir atvikið á Vestfjörðum),
10. Handbremsulaus,
11. Varadekkslaus, felgujárn- og tjakklaus (komst að því á Vestfjörðum),
12. Vantar koppa á felgurnar,
13. Alternatorinn er ónýtur,
14. Kolin búin,
15. Dúðubrúin(spyrjið Andra) slöpp,
16. Startar ekki,
17. Með ofvirkt innsog,
18. Læsingar frjósa auðveldlega,
19. Ekki er hægt að opna hurðina ökumannsmegin nema lemja hana út,
20. Með misstóra bremsudiska að framan,
21. Ljósin koma sittáhvað upp svo bara annað lýsir (reyndar er Guðmundur Óli búinn að massa það núna, aftengdi búnaðinn svo hægra ljósið er alltaf uppi),
22. Með slappar felgur (eftir atvikið á Vestfjörðum),
23. Lélegar rær,
24. Varhugaverða samlæsingu,
25. Sé bara með filmu í afturrúðunni og afturí farþegamegin,
26. Hátalarnir frammí virka ekki (hátalar afturí samt ágætir),
27. Beyglaður að framan eftir aftanákeyrslu (annað stöðuljósið er laust en maður sparkar bara vel í það svo það tolli)
28. Rafgeymir myndar mikla hvíta duft sýru,
29. Hlífin á bensínlokinu hangir á annarri festingunni (ég held hún detti bráðum af),
30. Snúningshraðamælirinn er farinn að hegða sér eins og á gamla Daihatsu,
31. Beltin slöpp (og málmurinn sem fer í læsinguna liggur alltaf niðrá gólfi þegar ekki er verið að nota hann, báðum megin),
32. Beltin afturí slöpp,
33. Far eftir sígarettu í áklæðinu afturí
34. Vantar gúmmímottur afturí
35. Gat á gúmmímottu ökumannsmegin
36. Vatn lekur inní skottið (pollur á gólfinu þar),
37. Útvarpið pípir án ástæðu (reyndar lagaði Bó það í sumar en það er aftur byrjað),
38. Án vafa eru þónokkur atriði undir vélahlífinni vafasöm (pabbi hennar Oddnýjar gafst allavega upp og sagði mér að henda kvikindinu strax, fyrir þrem mánuðum),
39. Sígaretturkveikjaragatið gefur ekkert rafmagn t.d. til að hlaða síma,
40. Það er mikið ryk í bílnum (eftir Vestfirði),
41. Það er ekki hægt að ýta honum í gang (það verður að gefa start),
Mér dettur ekkert fleira í hug svona í fljótheitum. Kannski það sé bara ég en eru aðrir bílar ekki svona líka, eða lagar fólk þessa hluti kannski jafnóðum og það verður þeirra vart?
miðvikudagur, október 29, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:55
|