This can´t go on, baby(söngur[Love Potion #9]). Það fyrsta sem ég skrifaði á bloggið 11. janúar 2003 var eftirfarandi. „Ég vil byrja á því að lýsa yfir stríði á hendur skítugum sturtugólfum á sundstöðum og í íþróttahúsum. Það er með öllu óásættanlegt að venjulegir Jónar þurfi að passa hvar þeir drepa niður fæti á meðan þeir þurrka á sér höfuð, búk og útlimi. Ég mun lýsa hverri einustu slíkri ferð sem ég fer í, ef þessi síða endist eitthvað hjá mér.“ Þetta stríð er í fullum gangi og tók nýja stefnu í gær þegar ég setti miða í hugmyndakassann hjá Sporthúsinu um að hreinlætismál þar væru fyrir neðan allar hellur og hreinlega til skammar. Svo kom Óli samstarfsmaður með góðan punkt, innihaldið var eftirfarandi… „hvers vegna eru hreinlætisaðstöður á líkamshyllingarstöðum uppsettar þannig að maður labbar í gegnum klósettskálasvæðið á leið sinni frá þurrkustaðnum að klæðasigístaðnum. Maður er búinn að þrífa sig en labbar svo í gegnum hlandið, þar sem ekki er hægt að skola sinn áður en maður tekur á rás frá pisseríinu (og pissar smá á gólfið), þannig verða tær skítugar aftur en ekki er hægt að skola þær áður en í sokka er farið“ Já já hvurslagserþettaeiginlega? Það er samt ekki bara hlandskálar sem skapa vandann. Þetta er hægt að leysa á einfaldan og þægilegan máta. Með því að hafa svæði rétt áður en maður labbar inní klæðasigísvæðið þar sem fætur eru skolaðir t.d. með lítillega hallandi stömu gólfi þar sem vatn leikur um yfirborð, svo maður labbi alltaf í glænýju vatni. Þannig er hægt að bæta hreinlæti þjóðarinnar og heimsins alls ef réttir aðilar fá rétt verð fyrir að selja vöruna.
|