Vá hvað allir eru góðir við mig að hrósa blogginu, ég á bara ekki til orð. Fólk segist vera ánægt með síðuna óbeðið og það fyrir framan ókunnuga. Meir að segja var mér hælt fyrir myndatexta, og þá er nú mikið sagt því það þarf ekki mikið til að slíkur texti verði vandræðalegur. Takk marh. Að sjálfsögðu spilar smá inní að ég hef markvisst markaðssett bolgið hvert sem ég fer. Svo er teljarinn magnað fyrirbæri að fylgjast með hvernig umferðinni er háttað. Já, ég er glaður…. rjóður í kinnum, saddur og stæltur.
|