sunnudagur, október 12, 2003


Er þetta er ekki bara fallegasti karlmaður í heimi?
Föstudagurinn fór að mestu í eitthvað fullorðins. En þegar kvöldaði yngdist ég og var víst staddur á Ölveri við hávært glamur Karíókí sem fór ekki vel í mig og Leon var í hrókasamræðum við meyjar kvöldsins en ég fór því ég var búinn að fá nóg. Til Valda en þar var gott geim í gangi Jónsi staddur í húsi og fleiri Hornfirðingar og mikil músík og mikið gaman - bang - við löbbuðum niðrí bæ..... ÉG fór á kofann enda voru þar staddar ektakvinnurnar Bára, Klara og Elsa en eins og ég veit eru þær með betri manneskjum jarðar. Sog fór Valdi að dansa og enginn smá dans ég held bara að hann hafi fengið allavega fjóra til að standa upp og dansa með, mig meðtalinn, hann kann sko að skrúfa upp gáfurnar. Svo bara hef ég ekki hugmynd hvað gerðist en ég var allavega á bardraslinu 11 í ruglinu. De Boomkicker líka en þar hef ég viðkomu hvert skipti sem í miðbæ er stigið.