miðvikudagur, júní 25, 2003

Oddný er búinn með ferðina um frumskóginn og hún komst víst ósködduð frá þeirri lífsreynslu, ég er svo glaður með það að ég næ ekki uppí loftið heima hjá mér fyrir æsingi.

Verst að maður kann bara eina og eina setningu úr lögunum, og syngur þær hástöfum aftur og aftur og aftur...

Ég var að fá í hendurnar Tom Jones disk sem hefur verið týndur í allan vetur. Snilldar diskur það er eitt lag á honum sem ég hef tekið ástfóstri við og mun snara textanum uppá íslensku og syngja við næsta hátíðlega tækifæri. Annars er ég mikill Tom Jones aðdáandi nema mér líkar ekki vel við nýjasta diskinn hans sem kom út fyrir nokkru. Ég vill bara gamla dótið hans. Gamla dótið er málið.

Fear and loathing in Las Vegas er una?ur

Dr. Zhivago er rosaleg

Office Space er skemmtileg

Rambo ||| er svakaskemmtileg!!!

þriðjudagur, júní 24, 2003

Ég styð frið í heiminum. Ég geri það með því að stuðla ekki að ófriði. Espa ekki til illinda. Baktala ekki fólk. Stinga ekki undan mönnum. Beita ekki ofbeldi. Koma mér ekki í þá aðstöðu að ég þurfi að rukka fólk, hvorki peninga né virðingu. Ég er semsagt fullkominn bjargvættur heimsins. Ég treysi í á atkvæðið þitt í þeim kosningum sem ég kýs að bjóða mig fram í.

mánudagur, júní 23, 2003

Vogrís er það víst, mamma segir það.

Ég ætla að

1. Kaupa mér munnhörpu
2. Læra að syngja
3. Verða ógeðslega ríkur
4. Fara í nudd
5. Sofa meira en ég geri í dag
6. Læra á munnhörpuna
7. Læra á gítar
8. Losna við Vogrisið
9. Taka til í bílnum mínum
10. Drepa bílinn minn
11. Kaupa mér nýjan bíl
12. Verða útvarpsmaður
14. Kaupa mér haglabyssu
15. Kaupa mér bát
16. Selja fjallahjólið mitt
17. Selja 486 tölvuna mína
18. Selja mig í módelstörf
19. Skrifa bók eða kvikmyndahandrit
20. Rissa upp tökur í rosalegu stuttmyndinni minni svo ég geti farið að kvikmynda hana.
21. Finna leikara í rosalegu stuttmyndina mína(og Eyvinds en þetta var samt mín hugmynd)
22. Skoppa útí lífið

eða hvað sem það heitir sá ágæti sjúkdómur. Sagt er að maður smitist við snertingu, ég held að ég hafi fengið mitt frá Tinnu Alavis.

vogrýs

vökryz

eða vögrys

eða voggris

eða vóggris

Ég er með vogris.

sunnudagur, júní 22, 2003

Fylkir vinnur KR. Fylkir á eftir að vinna deildina.

Rosalegt að fá sona í augað maður getur ekki hugsað um neitt annað ég er ekkert búinn að fá mér að éta og geri samt ekkert í því útaf því ég er að hugsa um augað og hvað læknirinn mun segja við mig. ég var áðan að æfa mig tala við lækninn. Hann segir fékkstu eitthvað í augað í gær? og ég segi nei ekkert og hann segir ok. En ég þarf að passa það að kellingin í móttökuborðinu láti mig ekki til einhvers læknis sem veit ekkert um augu heldur er allur í háls nef og eyrum. Ég þarf að vera harður við hana. Hún segir er ekki sama þó þetta sé læknanemi. Ég segi nei nei ef svo væri þyrfti ég varla að koma hingað skiluru. Hún segir já ok eeehh það er 50 mínútna bið og ég segi svo lengi sem ég fái góðann lækni er mér sama þó ég bíði. Ef eitthvað gerist á þessum 50 þá kæri ég þig bara fyrir vítavert gáleysi, og þegar kærann er kominn til lögfræðinga og við hittumst til að ræða samkomulag segir hún sorry ég vissi bara ekki hvað þetta var hættulegt geturu fyrirgefið mér. Ég segi uuööuu þú eist ég veit alveg að þú ert ekki læknir en þú vinnur á læknavaktinni og ég.... hún grípur frammí fyrir mér og segir nei ég var rekinn vegna þess ég lét þig bíða svona lengi. Ég átta mig á að kannski er ég að kæra vitlausa manneskju og kæri heilbrigðisráðurneytið fyrir að hafa svona lélegan starfsmann í vinnu. Ef éf hefði ekki hugsað þetta svona langt hefði ég eytt miklum tíma og peningum í vitlausa kæru. En ég vona bara að ég nái í góðann lækni. Kannski pabba hans Bjögga Farsíma, þá væri ég sáttur.

Geheit er það ekki eitthvað orð sem nasistar notuðu

Grant Lee Buffalo er málið - Fuzzy

augað vill líka helst vera lokað en ég reyni að streitast á móti

Ég þarf að hafa augað lokað til að geta slegið inn á lyklaborðið

Partýbær er rosalegt lag

Magga er með skemmtilegt blogg endilega athugið það

Voulez vous með Ham er geheit

Get varla opnað það nema til hálfs

Ég er kominn með sýkingu í augað.

Bára á Afmæli í dag hún á afmæli í dag Bára á afmæli í dag til hamingju með daginn Bára hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Bára hún á afmæli í dag hún er tuttugu og eins í tuttugu og eins í dag hún er tuttugu og eins í dag til hamingju með daginn Bára Húrra húrra húrra húrra húrra húrra húrra.

Ég og Tinna Alaves bara næstum kannski einhverntímann vonandi byrjuð saman! Vá

fimmtudagur, júní 19, 2003

Ég myndi vilja framleiða fíkniefni, það vilja svo margir kaupa það fyrir svo mikinn pening. Svo væri ég til í að standa í hórmangi og til að hafa almennileg umsvif að gera góða hluti með vopnasölu.

þannig að ég er búinn að afsanna þessa heimskulegu reglu

Maður getur víst ekki sleikt á sér olnbogan nema maður brýtur á sér upphandlegginn.

Semja lemja temja emja hemja

Nei ég kann ekkert að semja það er líka asnalegt að semja, eins og maður sé að skýra líf sitt út fyrir ókunnugum, ókunnugir eiga ekkert að vita um líf mitt því þeir eru ókunnugir.

Steig útúr bílnum
Dekkið skrapp í móann
sá eftir bremsudílnum
Settist hjá mér lóann

Sá dekkið skoppa
Mér við hlið
Mölin sá um að stoppa
Ég heyrði bara nið

Ekki segja mér að þegja
Þú getur sjálfur þagað
Ef þú hefur ekkert að segja
Er það ekkert sem ég get lagað

En ég held ég taki þátt í Íslenskt líkneski eða hvað sem hún myndi útleggjast á keppnin og syngja Help Your'e Self með Tom Jones. Ég vinn örugglega í sovna söngkeppni

Núna er það bara Bæjarins Bestu sem er málið.

Allar stelpur úr að ofan.

En annars ef það af mér að frétta að ég er rauður eins og epli í framan eftir alla útiveruna, þessi sólarvörn númer 25 virkar ekki neitt svo ég ætla að reyna að fá 65 eins og um árið.

miðvikudagur, júní 18, 2003

Rosaleg

Þetta var rosaleg ferð í Breiðafjörðinn

laugardagur, júní 14, 2003

Þetta er rosalegt fólk er farið að dreyma mig á nóttunni. Sigga Stína dreymdi mig í blautum draumi þar sem ég var í hlutverki Jemes Bond og bjargaði henni frá brennandi húsi. Ég er mjög stoltur af þessum hugsanagangi hennar, takk Sigga Stína.

föstudagur, júní 13, 2003

Allt á uppleið

Nýji Radiohead diskurinn síast inn

Nóg til af bjór

Fullt tungl.

Föstudagurinn 13.

fimmtudagur, júní 12, 2003

Svefn er fyrir aumingja
Aðallega þó letingja
Ráðið er að syngja
Og lífinu kyngja

Sleep is for the weak, Apu!

En maður getur sofið þegar maður er gamall

Að ég gæti þegið svefn

Ég er svo þreyttur

Dáðadrengir eru aftur á móti góðir með eindæmum

Djöfull er ég svekktur yfir því þessi diskur er ekki syngjandimeðvaggandihausnumsegjaöllumhvaðhannergóður.

Nei því miður ég held þessi Radiohead diskur þurfi að spilast ansi lengi áður en maður tekur hann í sátt.

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ísland - bezt í heimi

Ísland tekur örugglega þátt í Evrópukeppninni!

Ísland vann við erum bestir í heiminum!

Flugu hjá í snatri já fuglarnir og blóminn

Var að kaupa Hail to the thief, en verð að klára vinnuna í kvöld áður en ég fer að hlusta á hann. Rosa móment að kaupa diskinn, maður fær merktan brúnan bréfpoka. Diskahulstrið er ekki venjulegt heldur eins konar bók aaaa
Ég hlakka svo til
ég hlakka alltaf svo til
því er tíminn svo lengi að líða
það er svo erfitt að bíða

þriðjudagur, júní 10, 2003

Ekkert, það er búið að tala við hana.

Ég er ekki kvenhatari né ofbeldisseggur en mér finnst þessi brandari samt drullufyndinn: Hvað segiru við konu með tvö glóðuraugu?

Smáð

Það koma ráð
þegar er sáð
þó ekki í bráð
því er háð
þegar eitthvað er máð
þótt það sé dáð

Svog var ég með annað blístur á heilanum líka og veit ekkert hvaða lag það er en núna er ég búinn að gleyma því

Og hlustar á Bubba

Þegar það er sumar á Íslandi syngur maður svona lög

Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þó kveðjan væri stutt í gær
ég trúi ekki á orðin eitthvað
því annað segja stjörnur tvær

Sog líka syng ég ---En annað segja stjörnur 2

Svo er ég alltaf að blístra Godfather þemalagið

Talk like an angel

Look like an angel

Ooh yes you are

Your'e the devil in disguise

Ring of fire

Ég er kominn með Elvis og Johnny Cash á heilann

VIVA LAS VEGAS

mánudagur, júní 09, 2003

Þegar þólin þogar
þá þitnar þoftið
því þeiþlar þunnu
þrýþta þameindunum í þurtu

Ég er brjálaður

Ég er kominn með nýjann hlut til að skammast útí. Ruslafötur með loki svo maður þarf að snerta lokið með höndinni til að koma ruslinu ofaní. Maður verður svo skítugur á því. Maður sér þetta á skyndibitastöðum en þar eru líka stafir í lokinu svo öruggt sé að maður rispi á sér höndina um leið og maður hendir. Það er svona ruslatunna í vinnunni og það er alger viðbjóður. Ég bara skil ekki hálvita sem hanna svona ruslatunnur. Ruslatunnur eiga að vera opnar svo maður geti bara hent ruslinu sínu ofaní án þess að strjúka höndunum við skítugu ógeðslegu helvítis ruslarákirnar og bleytuna sem fylgir þessum lokum. BURTU MEÐ RUSLATUNNUR MEÐ LOKUM!!!

Ég græt yfir yfirgangi Bandaríkjastjórnar á mönnum sem er haldið föstum í Guantanamo án tilefnis. Fyrst þeir komast upp með þessa svívirðu, hvað ætli þeir geri næst? Er eitthvað svo fáránlegt að þeir þori það ekki. Er öllum sama um þessa menn sem hermenn og stjórnvöld Bandaríkjanna halda föngum í einhverri súrri fýlu yfir að vera ekki taldir góðir af öllu mannkyni. Á fólk ekki að krefjast þess af valdamesta og villimannslegasta samfélagi heims, að það veiti borgurum heimsins frelsi. Frelsi til þess að stjórna sínu landssvæði sjálft. Frelsi til að móta sín lífsviðhorf. Hafa tækifæri til að finna sér annan tilgang í lífinu en að krefjast frelsis.

sunnudagur, júní 08, 2003

Oddný er farin frá Hondúras, nú liggur leið hennar um hættulegustu svæði jarðarinnar, í gegnum frumskóga Guatemala. Endilega fylgist með ferðum hennar á bloggsíðunni hennar

laugardagur, júní 07, 2003

Sorglegur sigur!

Eða bara láta Fylkisliðið vera landsliðið.

Setja Hauk Inga inná.

Færeyingar búnir að jafna. Við getum ekki rassgat í fótbolta.

Svo ropar hún og prumpar framan í mann

Já umrædd litla systir litar líka á sér augnhárin, á hverjum degi víst.

Svo horfir þetta á friends lungann úr deginum og hengur í Smáralind allar helgar.

Níu komma fokking sex í meðaleinkunn.

Hæsta einkunn sem ég fékk í grunnskóla var 9,5. En það var skyndipróf úr Gísla Sögu Súrssonar ekkert merkilegt.

Auður litla var að fá útúr prófunum í 9. bekk og litla skrímslið skoraði 9,6 í meðaleinkunn.

fimmtudagur, júní 05, 2003

Þetta er bara rugl veður, maður getur dáið í svona miklum hita!

mánudagur, júní 02, 2003

Er bara stoltur af því

Dagurinn í dag er einn af þessum dögum. Bíllinn var skemmtilegur í dag en alvöru gamanið byrjaði þegar ég var að prenta mikilvægt blað út í vinnunni og ég lagði löngutöng á blaðið þegar það rann útúr prentaranum, það vildi ekki betur til en svo að puttinn hitnaði svo mikið að ég brenndi mig á löngutöng. Ég held bara að ég sé eini maðurinn í heiminum sem hefur brennt sig á heitu blaði sem rennur útúr prentara.

Já það er komið nýtt hrós við bolginu, það kemur frá Sigrúnu Jönu sem hefur svo langan afrekalista að ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Hún sagði að síðan Jón Minn væri á internetplaylistanum hennar og er ég mjög glaður fyrir það.

Ég vildi ég gæti gert svona heimskulega einfalda hluti sjálfur án þess að láta skítuga iðnaðarmenn rukka mig og hlægja að mér.

Þegar ég fór að ná í bílinn kostaði þetta eitthvað um 7000 kall allt draslið. Bára bestaskinn var með mér og skammaði mig fyrir að henda peningunum mínum í sérfræðiaðstoð sem maður ætti að geta séð um sjálfur. Hún sagði að hún gæti gert þetta fyrir 700 kall. Ég var eins og kúkur yfir þessari miklu visku sem Bára nýkominn frá Ítalíu hafði fram að færa. Það er greinilegt að hún er séðari í peningamálum en ég, enda á ég ekki krónu því ég eyði svo miklu í svona bölvaða vitleysu. Ég ætla sjálfur að gera við rúðuþurkuna mína eða það er að segja bíða þangað til Andri kemur í land með það, hann reddar svona hlutum fyrir mig enda vélstjóri á fiskiskipi.

Ég ætti kannski að klára söguna

Sem ég var á leiðinni á mikilvægan fund í vinnunni, tók ég eftir því að bremsuborðarnir voru búnir og surgaði illa í bremsudisknum á Mözdunni ég þorði ekki að halda áfram og sneri bílnum á næsta verkstæði, þeir sögðu mér að fara og kaupa bremsuborða ég fór auðvitað eftir fyrirmælum mér vitrari manna og keypti borða í Stillingu á morðfjár. Lét þvínæst bílinn í hendur fagmannanna og labbaði á brott ég ætlaði í strætó þá tók ég eftir því að ég átti ekki 220 kall í strætó svo ég fór í bankann og í hraðbankann tók út 500 kall á kreditkortið því ég vissi ekki númerið á debetkortinu því ég var svo stressaður yfir að missa af fundinum. Sog labbaði ég inná sjoppu til að fá að skopta Jóni Sigurðssyni í smærri einingar fyrir strætó en sæta stelpan í sjoppunni átti ekki nógu mikið af hrognkelsinu svo hún lét mig fá krabba og síld ég sáttur labbaði að næsta strætóskýli og settist þar á gangbrautina eins og hóra sem tekur Ragnheiði Jónsdóttur þá sá ég mikið af liði keyra framhjá sem ég þekki. Ég sá systur hennar Jórunnar, ég sá einhvern árbæing sem ég man ekki hvað heitir, ég sá annan sem æfði með mér fótbolta hjá Fylki fyrir löngu og ég sá þig lesandi góður í gervi hins vinnandi manns á leið til vinnu.

sunnudagur, júní 01, 2003

Gleðilegan Júní!

Auður litla er að læra fyrir sögupróf og í dag var hún að læra um kvennréttindabáráttuna. Við það tilefni sagði hún, kvennréttindabarátta my ass, Auður Auðuns, ljótt hár, díssess af hverju voru þær að þessu nú þarf að læra um þær, beljur.

Frasar fortíðarinnar eru. Sannaðu það! og Láttu mig í friði (uppúr þurru).

Frasi næstu daga og vikur er. Bíddu, þekki ég þig!

Mamma bað mig að þvo leirtauið upp í dag, ég hélt áfram að horfa á formúluna og sagðist gera það eftir hana. Allt í einu var mamma hins vegar búinn að þvo upp. Guð, sagði hún, ég vissi ekki einu sinni að ég væri að því. Hún er mögnuð hún mamma mín.

3-0