Dagurinn í dag er einn af þessum dögum. Bíllinn var skemmtilegur í dag en alvöru gamanið byrjaði þegar ég var að prenta mikilvægt blað út í vinnunni og ég lagði löngutöng á blaðið þegar það rann útúr prentaranum, það vildi ekki betur til en svo að puttinn hitnaði svo mikið að ég brenndi mig á löngutöng. Ég held bara að ég sé eini maðurinn í heiminum sem hefur brennt sig á heitu blaði sem rennur útúr prentara.
|