Ég styð frið í heiminum. Ég geri það með því að stuðla ekki að ófriði. Espa ekki til illinda. Baktala ekki fólk. Stinga ekki undan mönnum. Beita ekki ofbeldi. Koma mér ekki í þá aðstöðu að ég þurfi að rukka fólk, hvorki peninga né virðingu. Ég er semsagt fullkominn bjargvættur heimsins. Ég treysi í á atkvæðið þitt í þeim kosningum sem ég kýs að bjóða mig fram í.
|