Þegar ég fór að ná í bílinn kostaði þetta eitthvað um 7000 kall allt draslið. Bára bestaskinn var með mér og skammaði mig fyrir að henda peningunum mínum í sérfræðiaðstoð sem maður ætti að geta séð um sjálfur. Hún sagði að hún gæti gert þetta fyrir 700 kall. Ég var eins og kúkur yfir þessari miklu visku sem Bára nýkominn frá Ítalíu hafði fram að færa. Það er greinilegt að hún er séðari í peningamálum en ég, enda á ég ekki krónu því ég eyði svo miklu í svona bölvaða vitleysu. Ég ætla sjálfur að gera við rúðuþurkuna mína eða það er að segja bíða þangað til Andri kemur í land með það, hann reddar svona hlutum fyrir mig enda vélstjóri á fiskiskipi.
|