Ég er kominn með nýjann hlut til að skammast útí. Ruslafötur með loki svo maður þarf að snerta lokið með höndinni til að koma ruslinu ofaní. Maður verður svo skítugur á því. Maður sér þetta á skyndibitastöðum en þar eru líka stafir í lokinu svo öruggt sé að maður rispi á sér höndina um leið og maður hendir. Það er svona ruslatunna í vinnunni og það er alger viðbjóður. Ég bara skil ekki hálvita sem hanna svona ruslatunnur. Ruslatunnur eiga að vera opnar svo maður geti bara hent ruslinu sínu ofaní án þess að strjúka höndunum við skítugu ógeðslegu helvítis ruslarákirnar og bleytuna sem fylgir þessum lokum. BURTU MEÐ RUSLATUNNUR MEÐ LOKUM!!!
|