miðvikudagur, maí 07, 2003

Spurningin er bara hvaða

Kannski maður ætti að ganga í stjórnmálaflokk.

Ég á sama afmælisdag og Leon Trotsky en hann fæddist 1879, sama dag og ég 26. október. Ég er ánægður með að svo indæll maður eigi sama afmælisdag og ég.

þriðjudagur, maí 06, 2003

Nei, ég kann ekki að láta inn mynd, því miður!

700 innlit takktakk!!!

Ég er með gátu helvíti skemmtilega!

Við erum stödd í fangelsi.

Það eru fjórir fangar í tveimur klefum. Þrír eru í öðrum klefanum og einn í hinum klefanum. Tveir fanganna eru með svarta húfu á höfðinu og hinir tveir með hvítar. Enginn þeirra veit hvernig lita húfu hann sjálfur er með.

Sá sem er einn í klefa er með hvíta húfu og hann snýr beint að veggnum í klefanum.

Í hinum klefanum standa fangarnir þrír í röð. Sá sem er fremstur er með svarta húfu og snýr beint að veggnum. Sá sem er fyrir aftan hann er með hvíta húfu og hann horfir beint í hnakkann á þeim fremsta. Sá þriðji í röðinni er með svara húfu og hann horfir á hnakkana á hinum tveimur fyrir framan sig.

Svo er sagt í kallkerfið:
Góðan daginn piltar. Þið eruð fjórir fangar í tveimur klefum, einn í öðrum og þrír í hinum. Tveir ykkar eru með svartar húfur á höfðinu og hinir tveir með hvítar. Sá ykkar sem getur sagt okkur hvernig húfu hann sjálfur er með og rökstutt það, fær frelsi.

Fangarnir mega ekki hreyfa sig, þeir mega ekki tala saman og í klefanum eru engir speglar.

Hver þeirra er sá eini sem getur sagt með fullri vissu hvernig sín húfa er á litinn?




En ég var líka að hugsa annað

ÉG var að velta fyrir mér hvað mælieiningin fyrir ofan Terabit(TB) heitir og komst að því að hún heitir Petabit(PB) fyrir ofan það er Exabit(EB) mikið svakalega verður gaman þegar harði diskurinn verður orðinn 50 EB (50.000.000.000 GB), vinnsluminnið 1000 PB og örgjörvinn 2000 Phz þá er hægt að hala niður í tölvuna hjá manni allri þeirri tónlist og kvikmyndum sem maður dettur í hug á lífsleiðinni, án þess að þurfa að brenna þær á diska. Kazaa er með rúm 16 Petabit í gangi til deilingar daglega. Ég er hrifin af svona tölum og táknum, þau veita innri frið.

mánudagur, maí 05, 2003

Ég varð fyrir vonbrigðum með unga móður um daginn. Þannig var að ég var að fara í strætó og ung móðir var með vagninn með krakkanum sínum við miðhurðina og ég bauðst til að halda á vagninum fyrir hana inní strætó en nei hún æpti á mig „nei ég sé um þetta“ og baðaði út höndunum. Ég varð bara hissa á þessu ókurteisi, enda ætlaði ég að gera henni greiða og ef hún hefði ekki viljað þiggja hann hefði hún alveg getað sagt mér það. Ég ætla ekki að alhæfa útfrá þessu og segja að allar einstæðar mæður séu hálvitar sem eigi ekkert gott skilið, eins og sumir myndu gera, því ég er hugsandi maður.

Kom að bílnum bónuðum
ók á brott á sóluðum
eftir brautum bóluðum
bíllinn og ég dóluðum

sunnudagur, maí 04, 2003

Það er ógeðslegt hvað sturtugólf eru illa þrifin, ég er hissa á því að ég sé ekki kominn með fótsvepp. Hvaða metnaðarleysi er í þessum líkamsræktar og sundstöðum að halda þessu ekki í lagi. Sporthúsið hennar fjarskyldrar frænku minnar Lindu Pé er sérstaklega ógeðslegt og óþrifalegt. Skömm hafið þér rekstraraðilar líkamsræktarstöðva sem ekki hugsa um að hafa snyrtilegt í búningsherbergjum og sturtuklefum.

laugardagur, maí 03, 2003

Ég virðist alveg hafa misst af þessu femínistamáli undanfarið, en mér skilst að allt sé að verða vitlaust en ég get með engu móti nálgast samræðuna! Ef einhver getur sagt mér hvar hana er að finna þá frábært. Það var Dr. Gunni sem skrifaði um upplausnarástandið á bloggið sitt, þannig frétti ég af þessu. Ég hef þó séð eitthvað um þetta á Tilverunni en aldrei staðið í því að smella á tenglana svo eru þeir bara horfnir þegar ég vill skoða hvað er í gangi. En mér skilst að það sé verið að mótmæla klámmyndum á tilverunni og batman og rantur.is sem er víst lokaður núna var líka gagnrýndur. Ég held líka að það séu hótanir í gangi til að skera burt auglýsingar á síðurnar með hótunum á auglýsendur, svo á Popptíví víst ekki að sýna svona berar konur, það er útaf fyrir sig ágætt því það hefur sýnt sig að því meiri nekt því verri tónlist. Skemmtileg hvernig samfélagið finnur sér alltaf eitthvað við að vera.

Hvenær gerir maður eitthvað að ásettu ráði og hvenær gerir maður eitthvað í nauðvörn til að halda lífi?
Má ég fara aftur í tímann og drepa Hitler og leika flugvallavörð 11. September í Boston.
Má ég drepa þig lesandi góður?(kannski gerir þú eitthvað vont í lífinu) Mætti ég þá drepa langalangafa þinn?
Finnst þér í lagi að drepa þá sem eiga byssur?
Má drepa þá sem eiga kjarnorkuvopn?
Má drepa þá sem hafa notað þau gegn eigin fólki? Eða öðru fólki?
Má drepa þá sem stóðu fyrir tilraunasprengingum með kjarnorkuvopn í Bandaríkjunum fyrir Hiroshima? Þeir sköðuðu íbúa í nágrannabæjum!
Má drepa þá sem skiptu upp Berlín og Þýskalandi eftir seinni heimstyrjöldina? Má drepa þá sem skiptu upp Kóreu? En Palestínu? En þá sem urðu til þess að Ísraelar yfirgáfu Ísrael?
Má drepa menn eins og Saddam Hussein og Georg Bush? Má drepa Gandhi?
Má drepa okfrumu? En furðuæxli sem hefur myndað heilafrumur hjarta og sjálfstætt líf? Má koma í veg fyrir getnað með því að segja nei við samförum?
Má ég taka lengri leiðina í vinnuna?
Hef ég rétt til þess að segja þér að þegja? Hef ég vald til þess að segja þér að þegja?
Hver er munurinn á Al Qaeda og öðrum samtökum eins og Íslenska ríkinu? Af hverju mega Bandaríkin eiga gjöreyðingarvopn en ekki ég? Mega þau það? Hvað þarf til til að maður megi eitthvað?

Þetta er partur af hugleiðingum sem fara í gegnum huga minn þegar ég les fyrir próf!

Kvótakerfið!

Er hægt að jafna eignarétti jarðeigenda á jörðum sínum við rétt kvótaeiganda til að veiða fiskinn í sjónum? Var rétt staðið að landnámi Íslands, á ég rétt á landi í Borgarfirði? Af hverju er mikilvægt að búa til Þjóðlendur á hálendinu til að ríkið eignist það, en ekki mikilvægt að búa til Þjóðhafsvæði þar sem ríkið á allt? Hver er munur á Hálendi og Hafinu? Styður þú tilvist þjóðlendanna, eða ekki? Styður þú tilvist eignaréttar í veiðum sjávardýra, eða ekki? Getur maður verið sammála öðru en mótfallin hinu?

föstudagur, maí 02, 2003

En ég verð á stórskemmtilegu netferðalagi á morgun þar sem ég ætla meðal annars að fara á www.inkhome.net og kaupa mér svaka ódýr blekhylki því ég vill spara fremur en ofborga. Ég hef líka séð að inkome.net auglýsi á mbl.is svakaflottar flashauglýsingar um ódýra lasertonera og blekhylki og Moggin lýgur aldrei. www.blek.is er víst sama fyrirtækið en það er bara af hinu góða. En ef fólk vill fara á skemmtiegt netferðalag þá vil ég benda fólki á þessa síðu hérna.

Herra útlendingsnafn.

Kallaði mig orðstórann fyrir að setja markið hátt en þrátt fyrir að síðan hjá mér hafi hækkað um 100 síðustu daga hefur síðan hans hækkað um 250 svo www.bigjohnson.blogspot.com þarf ekki að kasta grjóti upp á móti.

Ég vil koma því að þó svo mamma mín horfi á Djúpu Laugina þá á fordæming mín ekki við um hana.

Það er eitt sem mér er sérstaklega illa við í samfélaginu það er Djúpa laugin og liðið sem fylgist með og finnst allt í lagi með hana. Annað sem ég hata en það eru Akureyringar, ég hata Akureyringa, þeir eru svo sjálfumglaðir að ég hef ákveðið að vera alltaf á móti Akureyringum án þess að hafa til þess haldbær pootþétt rök. Rétt eins og fólk hatar Hannes Hólmstein en ég er einmitt að fara í próf hjá honum í Stjórnmálaheimspekinni og það er mikið hvað allir eru búnir að mynda sér skoðun um manninn en reynast svo ekki vita alveg hvað hann vill gera þegar upp er staðið. En nóg um það, fólki á að leyfast fáfræði.

Fáfræði er af hinu góða, því um leið og fólk veit of mikið verður það ömurlegt nema það lýsi yfir fáfræði sjálfs síns.

fimmtudagur, maí 01, 2003

Sælir eru guðhræddir því þeirra bíður heitur staður.

Sælir eru gráðugir því þeirra er frelsið og réttlætið.

Mér finnst alltof lítið gert úr því þegar nýr mánuður kemur, á áramótum höldum við veislu og þegar vikan endar gerir fólk eitthvað skemmtilegt meira að segja eru talin tímamót þegar nýtt tungl endurkastast, líka á miðnætti. En mánaðamótin hafa ekki skapað sér neinn sess sem tímamót sem er þess virði að tala um.

Fram þjáðir menn í þúsund löndum!

Gleðilegan Maí!!!