Ég varð fyrir vonbrigðum með unga móður um daginn. Þannig var að ég var að fara í strætó og ung móðir var með vagninn með krakkanum sínum við miðhurðina og ég bauðst til að halda á vagninum fyrir hana inní strætó en nei hún æpti á mig „nei ég sé um þetta“ og baðaði út höndunum. Ég varð bara hissa á þessu ókurteisi, enda ætlaði ég að gera henni greiða og ef hún hefði ekki viljað þiggja hann hefði hún alveg getað sagt mér það. Ég ætla ekki að alhæfa útfrá þessu og segja að allar einstæðar mæður séu hálvitar sem eigi ekkert gott skilið, eins og sumir myndu gera, því ég er hugsandi maður.
|