Ég er með gátu helvíti skemmtilega!
Við erum stödd í fangelsi.
Það eru fjórir fangar í tveimur klefum. Þrír eru í öðrum klefanum og einn í hinum klefanum. Tveir fanganna eru með svarta húfu á höfðinu og hinir tveir með hvítar. Enginn þeirra veit hvernig lita húfu hann sjálfur er með.
Sá sem er einn í klefa er með hvíta húfu og hann snýr beint að veggnum í klefanum.
Í hinum klefanum standa fangarnir þrír í röð. Sá sem er fremstur er með svarta húfu og snýr beint að veggnum. Sá sem er fyrir aftan hann er með hvíta húfu og hann horfir beint í hnakkann á þeim fremsta. Sá þriðji í röðinni er með svara húfu og hann horfir á hnakkana á hinum tveimur fyrir framan sig.
Svo er sagt í kallkerfið:
Góðan daginn piltar. Þið eruð fjórir fangar í tveimur klefum, einn í öðrum og þrír í hinum. Tveir ykkar eru með svartar húfur á höfðinu og hinir tveir með hvítar. Sá ykkar sem getur sagt okkur hvernig húfu hann sjálfur er með og rökstutt það, fær frelsi.
Fangarnir mega ekki hreyfa sig, þeir mega ekki tala saman og í klefanum eru engir speglar.
Hver þeirra er sá eini sem getur sagt með fullri vissu hvernig sín húfa er á litinn?
En ég var líka að hugsa annað
ÉG var að velta fyrir mér hvað mælieiningin fyrir ofan Terabit(TB) heitir og komst að því að hún heitir Petabit(PB) fyrir ofan það er Exabit(EB) mikið svakalega verður gaman þegar harði diskurinn verður orðinn 50 EB (50.000.000.000 GB), vinnsluminnið 1000 PB og örgjörvinn 2000 Phz þá er hægt að hala niður í tölvuna hjá manni allri þeirri tónlist og kvikmyndum sem maður dettur í hug á lífsleiðinni, án þess að þurfa að brenna þær á diska. Kazaa er með rúm 16 Petabit í gangi til deilingar daglega. Ég er hrifin af svona tölum og táknum, þau veita innri frið.
þriðjudagur, maí 06, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:52
|