Ég virðist alveg hafa misst af þessu femínistamáli undanfarið, en mér skilst að allt sé að verða vitlaust en ég get með engu móti nálgast samræðuna! Ef einhver getur sagt mér hvar hana er að finna þá frábært. Það var Dr. Gunni sem skrifaði um upplausnarástandið á bloggið sitt, þannig frétti ég af þessu. Ég hef þó séð eitthvað um þetta á Tilverunni en aldrei staðið í því að smella á tenglana svo eru þeir bara horfnir þegar ég vill skoða hvað er í gangi. En mér skilst að það sé verið að mótmæla klámmyndum á tilverunni og batman og rantur.is sem er víst lokaður núna var líka gagnrýndur. Ég held líka að það séu hótanir í gangi til að skera burt auglýsingar á síðurnar með hótunum á auglýsendur, svo á Popptíví víst ekki að sýna svona berar konur, það er útaf fyrir sig ágætt því það hefur sýnt sig að því meiri nekt því verri tónlist. Skemmtileg hvernig samfélagið finnur sér alltaf eitthvað við að vera.
|