Það er unaður að fylgjast með teljaranum mínum rísa rísa rísa ofar meðalmennskunni. Núna eru 138.
föstudagur, febrúar 28, 2003
Í gær var víst síðasti dagurinn til að kjósa í stúdentakosningunum ég komst eiginlega aldrei að því um hvað væri verið að kjósa, ég lagði mig reyndar ekkert eftir því kannski það sé ástæðan, hverjum er ekki sama ég kaus allavega. Það var hringt í mig bæði frá Röskvu og Vöku(Harpa) til að minna mig á að kjósa og ég lofaði Hörpu að gera það.
Skórnir mínir eru þannig að þegar rignir úti og ég labba inn þar sem er hart gólf? þá ískrar í gúmíinu þegar ég labba. Fyrst þegar ég fattaði þessa eiginleika skóna varð ég óánægður og vildi draga úr ískrinu en þvílík mistök voru það því að þegar maður lærir að láta ískra vel í skónum(snúa fætinum smá áður en maður lyftir upp) þá verður þetta hin ágætasta skemmtum. Flestir horfa forviða á mann eins og maður fatti ekki að það ískri í skónum og eigi að labba á sokkunum þess vegna. En ég segi þetta er gaman og ég vil hafa gaman svo ég læt ískra í skónum mínum þegar ég labba á hörðu gólfi þegar rignir úti og skórnir þess vegna blautir.
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:59 |
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Ég hefi ákveðið að nýja daglega kveðjan mín, í staðin fyrir hina margrómuðu – hvað segiru? – verði – hvernig var í ræktinni í morgun? Ég hef þegar byrjað á þessu og alltaf hefur þetta tekist vel, fólk annaðhvort segir fínt, fór ekki í dag eða brosir, ef það brosir þá stundar það enga líkamsrækt og ætti að skammast sín og er það aðaltakmark kveðjunnar, bara ég ætti líkamsræktarstöð þá gæti ég haft fjárhagslegan ábata af því að spyrja fólk þessarar spurningar því fólk hugsar sinn gang eftir svona spurningu. Núna, eftir nokkra notkun kemur betur og betur í ljós að sumum finnst þetta ekkert fyndið og verða sárir eða skilja ekki brandarann og fara í einhverjar heimskulegar rökræður um líkamsrækt. Æi æi getur fólk bara ekki verið alveg eins þenkjandi og ég. Þetta er eins og brandarinn með að snúa gagnrýni sem snýr að manni sjálfum uppá móðir viðmælandans, t.d. svívirðing: þú er fífl svar: nei, mamma þín fífl. Þessi brandari er bara í fínu lagi en svo lendir maður á fólki sem gengur ekki heilt til skógar varðandi viðhorf eða samband við móður, þá er lítið hægt að gera annað en að biðjast afsökunnar og snúa sér að næsta verkefni.
Í dag er 35 stiga hiti á Íslandi, ástæðan er að mér er svo kalt en ég veit ekki hverju sætir.
Hringt var í mig um daginn, það var stúlkukind sem var í símanum hún spurði hvort ég hefði verið að vinna í Kirkjugörðunum fyrir nokkrum árum, já sagði ég ekki viss um hvað væri í vændum. Hún sagðist heita Harpa og ég mundi strax eftir henni, gamli flokkstjórinn minn eitt sinn, helvíti skemmtileg og alltaf var gaman í vinnunni með henni. Já haha gaman að heyra í þér, hún byrjaði á að afsaka að hafa ekki mætt í tvítugsafmælið mitt, já það var að vísu fyrir rúmum 2 árum en betra er seint en aldrei. Ég hélt þetta hefði nagað hana að innan allan þennan tíma og hún hefði ákveðið að losa sig loksins við þetta tilfinningalega farg. En það var öðru nær, ástæðan var sú að telja mig inná það að kjósa Vöku í kosningunum. Ég varð ekki orðlaus, meira svona ha Harpa hringdiru bara til að segja mér til um þetta? Já sagði hún og fór að tala um hvað forystan væri vel mönnuð, ég var farinn að gráta hljóðlaust ég hélt þetta hefði átt að vera skemmtilegt símtal svona uppá gömlu góðu dagana. Ég kjökraði í gegnum táraflauminn að ég hefði bara eina hugsjón varðandi háskólann og það væri að byggja háskólann saman í staðin fyrir í sundur með álmum. Hún Harpa sagði að það sama og mannfræðingsneminn sem hringdi frá Röskvu, já hahahaha svona göng á milli. Ahh sólskinið í kirkjugörðunum kom til mín sem fjarlæg fortíð en það skiptir ekki máli í einstaklingsframtaksheiminum sem við búum við. Ég hefði fílað það að hún hefði hringt og sagt við mig, Jón blessaður Harpa hérna úr kirkjugörðunum í gamla daga, hvernig var í ræktinni í morgun? Gott heyrðu kjóstu Vöku í næstu viku vegna þess að ég er í þeim félagsskap, ef þú gerir það ekki læt ég einhvern stórann Vökumann lemja þig. Þá hefði ég örugglega ekki farið að gráta.
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:56 |
Aahhh hún mággga skirfar vel s´tilfærðan tuxta a bolgið sitt, sjá gellfromhell.blogspot.com. Jég hfe aranns funtið háj mér þröf fyrri að skirfa bregnlað, þussi tuxtagröð er sbíreytigel gó ósklijadni fyrri liekmenni. ´´Eg vtei ahvefrju j´eg geri þttea fe mðru barjyr guter murð kkei ttæja fe ðaþ ur ienhrev sum siklur mug latta mgi vit. Arrg verð að hætta þessu ruglu nei ekki burjy aftru nei hættu. Ok, þetta er annars skemmtilegur ritháttur kannski maður haldi áfram seinna já hún Magga skirfar vel og langt ég ákvað að lesa allan textan vel yfir þó langt væri og tókst það þó ég hafi ekki nennt að lesa skólabækurnar með jafnmikilli einbendingu. Hún talar um það hve hana langaði mikið að vera ballerína en það tókst ekki útaf sjónvarpsglápi og nammiáti, svo segir hún lesandanum frá því þegar hún og meintur andri(sem hefur víst ekki blogsíðu) velja þær myndir sem þau vilja horfa á - í heimabíó – DVD afspilunargræjum – ég sé tækjum og hljóð afspilunargræjum. Myndirnar eru kvikmyndir, sjónvarpsþættir, skuggamyndir og ljósmyndir. Annars skiptir annað í textanum minna máli en ef þið treystið ekki endursögn minni sem réttri getið þið lesið rétta textann hennar á síðunni hennar.
Ég fékk annars hugmynd fyrir um nokkru síðan þegar Árni og Hrafnhildur opnuðu búðina sína og settu Saddams andlit á Che ljósmyndina frægu á bol vel að merkja, að láta andlitið á mér á Che mynd. Síðan viðraði ég þetta við fólk og Magga er búin að búa til Che (Korda) mynd af sér. Hún ætlar að útbúa svona mynd af mér líka. Afbragð. Ég held svei mér þá að myndin af mér í líki Che muni seljast í þúsundatali.
Skrifað af Jon Minn klukkan 10:35 |
mánudagur, febrúar 24, 2003
Það eru komnir 100 heimsóknir síðan teljarinn.is kom á síðuna og er það vel.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:22 |
Ég berst við að setja inn tengil á murinn.is varðandi grein sem varðar staðhæfinguna um hvort Bandaríkin séu að fara á hausinn en það tekst bara ekki. Annars er gaman að lifa. Það eina sem gæti bætt mig á þessari stundu eru meiri veraldleg gæði og aðdáendaklúbbur.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:21 |
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
Röskvufólk var að hringja í mig útaf kosningunum í næstu viku, ég sagði að það eina sem skipti mig verulegur máli í þessum Háskóla Íslands núna væri, eins og ég hef áður skrifað hér, það að hve illa hann er byggður álmur útum allt svo maður þarf að labba í kuldanum á milli bygginga. Stelpan mannfræðineminn hélt ég væri að grínast og sagði já hafa svona göng á milli hahaha, ég sagði sár, nei bara risahús svo maður þurfi ekki að labba út nema þegar maður fer. Hún sagði að þetta væri ekki á stefnuskránni. Síðan fór hún að tala um atvinnuleysi háskólamenntaðs fólks, ég velti fyrir mér að fólkið hefði kannski átt að læra eitthvað í háskólanum svo það gæti bjargað sér sjálft í lífinu í stað þess að vonast eftir vinnu hjá einhverju fyrirtæki með BS, BA, MS, MR, MA, MH og FÁ í rassvasanum. Vöku lið kom í tíma hjá Róberti í fýlunni og sagði stressað og spennt hvað þau væru ábyrgðafull að vera í stúdentapólítík, allavega las ég það úr svipnum þeirra þó þau hafi talað um hvað hinir háskólarnir hafi það gott (helvítis öfundssýki) og hvað það væri mikilvægt að geta lært á nóttunni. Ég ætla að nýta mér þetta einhverja helgina og læra að sofa út í Háskólanum í staðin fyrir að borga 1700 kall í taxa heim.
Til hamingju með daginn Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:12 |
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Það eru allir farnir að horfa skringilega á mig hérna á bókhlöðunni, kannski af því ég er svo glaður yfir teljaranum. Það þarf ekki mikið til að gleðja mig bara lítinn teljara, kannski ég ætti að segja fólkinu hérna að þannig er það með mig. Teljarinn er neðst á síðunni annars.
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:29 |
JÁ MÉR TÓKST AÐ LÁTA TELJARA Á SÍÐUNA MÍNA ÉG ER SNILLINGUR það eru víst komnir 44 síðan ég setti textann einhvernstaðar inní template-ið jess húrra bravó fyrir mér. Þá er bara að fara á síðuna eins oft og maður getur til að teljarinn hreyfist eitthvað, svo ég geti útvegað auglýsingasamninga.
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:22 |
Það eru 11 leikmenn í hvoru fótboltaliði á fótboltaleik.
en aðeins 5 í körfuknattleik.
ég man ekki hvað þeir eru margir í handbolta.
í blaki eru þeir 6 ef ég man þetta rétt.
í sundi er hver maður fyrir sjálfan sig nema í boðsundi þá eru 4.
varðandi keilu þá er víst breytilegur fjöldi í hverju liði, all voða frjálst
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:19 |
Swindon töpuðu leiknum um helgina svo draumurinn um umspilið fjarlægist.
Ég var að keyra um daginn þegar ég heyrði í sírenum fyrir aftan mig allir viku til hliðar uppí kant. Það er magnað hvað það er bætandi fyrir mann að víkja fyrir sjúkrabíl, þannig framfylgir maður borgaralegri skyldu sinni. Maður fer að hugsa um einstaklinginn sem er í sjúkrabílnum eða þann sem verið er að ná í og óskar honum alls hins besta. Ég vildi ég hefði haft Þjóðsönginn á geisladisk því ég hefði látið hann í tækið farið að syngja hástöfum og farið að gráta.
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:07 |
miðvikudagur, febrúar 12, 2003
Bara að taka það fram að í skrifum mínum um Gettu Betur hér að neðan átti ég ekki við Loga Bergmann þegar ég talaði um Loka, heldur Loka í norrænni goðafræði. K-ið átti ekki að vera g.
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:01 |
Swindon vann Trenmere Rovers á útivelli um helgina þeir sem skipuðu liðið voru Griemink, Marney, Heywood, Reeves, Duke, Gurney, Hewlett, Miglioranzi, Robinson, Parkin, Invincibile. Varamenn: Farr, Edds, Ifil, Sabin, Taylor. Gurney skoraði á 50 mín beint úr aukaspyrnu. Í ljósi þess að við höfum ekki tapað síðustu 7 leikjum, þar af 2 jafntefli síðast við Barnsley 1. febrúar Invincible jafnaði á 34. mín. Hefur Andy King, stjórinn, sett stefnuna á eitt af 6 efstu sætunum í lokin en við erum núna í 11. sæti. Þá er bara að duga eða drepast að komast upp um deild í vor.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:42 |
Ég hef komist að því að það er ekki gott að byrja að skrifa ritgerð sama dag og maður á að skila henni. Auk þess varð ég aftur tilfinnanlega var við hve illa Háskóli Íslands er skipulagður, það var svo kalt í dag, vegna álmanna. Það vantar líka fleiri tölvur í tölvuverin og hvaða rugl er það að ekki er hægt að prenta útaf þráðlausa netinu ég skil ekki.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:25 |
mánudagur, febrúar 10, 2003
Blás!!! ég er búin að vera veikur síðan frá mánaðarmótum en var vinnufær nokkurnvegin allan tímann. Ér nú loxins hér. Þegar ég lá andvaka í nótt og hugsaði upp langan skemmtilegan texta sem ég myndi skrifa hér á þessa síðu en þegar til kastana kemur dettur mér ekkert í hug og læt ég því hugan reika. Jú ég hef af illri nauðsyn ákveðið að hætta að horfa á sjónvarp sökum tímaleysis og því sjónvarpsefni er hvort sem er að mest rusl, ég gef mér þó þann fyrirvara á sjónvarpsgláp að það er leyfilegt ef það skiptir mig sköpum sem jarðarbúa, íslendings eða karlmanns.
Kazaa er skemmtileg hugmynd, ég vildi bara að kvikmyndaframleiðendur hættu að setja kvikmyndir á netið því þær eru oft eftir niðurhlaðningu svartar myndir án hljóðs allan sýningartímann, þó svo skráin sé hátt í 700 megabit og margir notendur miðli skránni sem gera hana að fýsilegum kosti fyrir mig sem notanda háskólanetsins, þá er óþolandi að hafa eytt hellings tíma í mynd og hlakkað til áhorfins svo reynist myndin ekki mynd heldur svartur skjár. Stundum gæti maður grátið yfir því að þjófnaðurinn var til einskis. Það hlakkar eflaust í þeim sem settu draslið á netið með það í huga að hlekkja á þjófunum, en mér er ekki skemmt. Ég hélt ég gæti fengið allt ókeypis á kazaa en þess í stað eru sífellt fleiri skrár þar ónothæfar eða vírusar. Trúið mér ég hef misst harða diskinn einu sinni vegna smits. Þá keypti ég mér vírusvörn, ég hefði kannski átt að gera það áður en ég tók áhættu á að opna smitaða skrá. Ef maður fer óvarin inná órannsakað, framandi og spennandi svæði oft og mörgum sinnum hlýtur að koma að því að maður lendir í drullupolli.
Eddie Izzard er snillingur ég tók Glorius uppistandið hans af kazaa og hann er fyndinn fór meðal annars mikinn í lýsingum á því þegar bretar reikuðu um heiminn og gerðu tilkall til hinna og þessa landssvæða vegna þess þeir höfðu fána og skammbyssur. Tók dæmi af Indlandi þar sem bretahreimurinn sagði - I claim India for Britain - you cant claim os we live hear, 500 millions of us, sagði indverska þjóðin - Do you have a flag?? spurði bretinn og þar með varð Indland partur af Samveldinu mjög áhugavert og eflaust satt.
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:06 |