Blás!!! ég er búin að vera veikur síðan frá mánaðarmótum en var vinnufær nokkurnvegin allan tímann. Ér nú loxins hér. Þegar ég lá andvaka í nótt og hugsaði upp langan skemmtilegan texta sem ég myndi skrifa hér á þessa síðu en þegar til kastana kemur dettur mér ekkert í hug og læt ég því hugan reika. Jú ég hef af illri nauðsyn ákveðið að hætta að horfa á sjónvarp sökum tímaleysis og því sjónvarpsefni er hvort sem er að mest rusl, ég gef mér þó þann fyrirvara á sjónvarpsgláp að það er leyfilegt ef það skiptir mig sköpum sem jarðarbúa, íslendings eða karlmanns.
Kazaa er skemmtileg hugmynd, ég vildi bara að kvikmyndaframleiðendur hættu að setja kvikmyndir á netið því þær eru oft eftir niðurhlaðningu svartar myndir án hljóðs allan sýningartímann, þó svo skráin sé hátt í 700 megabit og margir notendur miðli skránni sem gera hana að fýsilegum kosti fyrir mig sem notanda háskólanetsins, þá er óþolandi að hafa eytt hellings tíma í mynd og hlakkað til áhorfins svo reynist myndin ekki mynd heldur svartur skjár. Stundum gæti maður grátið yfir því að þjófnaðurinn var til einskis. Það hlakkar eflaust í þeim sem settu draslið á netið með það í huga að hlekkja á þjófunum, en mér er ekki skemmt. Ég hélt ég gæti fengið allt ókeypis á kazaa en þess í stað eru sífellt fleiri skrár þar ónothæfar eða vírusar. Trúið mér ég hef misst harða diskinn einu sinni vegna smits. Þá keypti ég mér vírusvörn, ég hefði kannski átt að gera það áður en ég tók áhættu á að opna smitaða skrá. Ef maður fer óvarin inná órannsakað, framandi og spennandi svæði oft og mörgum sinnum hlýtur að koma að því að maður lendir í drullupolli.
Eddie Izzard er snillingur ég tók Glorius uppistandið hans af kazaa og hann er fyndinn fór meðal annars mikinn í lýsingum á því þegar bretar reikuðu um heiminn og gerðu tilkall til hinna og þessa landssvæða vegna þess þeir höfðu fána og skammbyssur. Tók dæmi af Indlandi þar sem bretahreimurinn sagði - I claim India for Britain - you cant claim os we live hear, 500 millions of us, sagði indverska þjóðin - Do you have a flag?? spurði bretinn og þar með varð Indland partur af Samveldinu mjög áhugavert og eflaust satt.
mánudagur, febrúar 10, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:06
|