Ég hefi ákveðið að nýja daglega kveðjan mín, í staðin fyrir hina margrómuðu – hvað segiru? – verði – hvernig var í ræktinni í morgun? Ég hef þegar byrjað á þessu og alltaf hefur þetta tekist vel, fólk annaðhvort segir fínt, fór ekki í dag eða brosir, ef það brosir þá stundar það enga líkamsrækt og ætti að skammast sín og er það aðaltakmark kveðjunnar, bara ég ætti líkamsræktarstöð þá gæti ég haft fjárhagslegan ábata af því að spyrja fólk þessarar spurningar því fólk hugsar sinn gang eftir svona spurningu. Núna, eftir nokkra notkun kemur betur og betur í ljós að sumum finnst þetta ekkert fyndið og verða sárir eða skilja ekki brandarann og fara í einhverjar heimskulegar rökræður um líkamsrækt. Æi æi getur fólk bara ekki verið alveg eins þenkjandi og ég. Þetta er eins og brandarinn með að snúa gagnrýni sem snýr að manni sjálfum uppá móðir viðmælandans, t.d. svívirðing: þú er fífl svar: nei, mamma þín fífl. Þessi brandari er bara í fínu lagi en svo lendir maður á fólki sem gengur ekki heilt til skógar varðandi viðhorf eða samband við móður, þá er lítið hægt að gera annað en að biðjast afsökunnar og snúa sér að næsta verkefni.
Í dag er 35 stiga hiti á Íslandi, ástæðan er að mér er svo kalt en ég veit ekki hverju sætir.
Hringt var í mig um daginn, það var stúlkukind sem var í símanum hún spurði hvort ég hefði verið að vinna í Kirkjugörðunum fyrir nokkrum árum, já sagði ég ekki viss um hvað væri í vændum. Hún sagðist heita Harpa og ég mundi strax eftir henni, gamli flokkstjórinn minn eitt sinn, helvíti skemmtileg og alltaf var gaman í vinnunni með henni. Já haha gaman að heyra í þér, hún byrjaði á að afsaka að hafa ekki mætt í tvítugsafmælið mitt, já það var að vísu fyrir rúmum 2 árum en betra er seint en aldrei. Ég hélt þetta hefði nagað hana að innan allan þennan tíma og hún hefði ákveðið að losa sig loksins við þetta tilfinningalega farg. En það var öðru nær, ástæðan var sú að telja mig inná það að kjósa Vöku í kosningunum. Ég varð ekki orðlaus, meira svona ha Harpa hringdiru bara til að segja mér til um þetta? Já sagði hún og fór að tala um hvað forystan væri vel mönnuð, ég var farinn að gráta hljóðlaust ég hélt þetta hefði átt að vera skemmtilegt símtal svona uppá gömlu góðu dagana. Ég kjökraði í gegnum táraflauminn að ég hefði bara eina hugsjón varðandi háskólann og það væri að byggja háskólann saman í staðin fyrir í sundur með álmum. Hún Harpa sagði að það sama og mannfræðingsneminn sem hringdi frá Röskvu, já hahahaha svona göng á milli. Ahh sólskinið í kirkjugörðunum kom til mín sem fjarlæg fortíð en það skiptir ekki máli í einstaklingsframtaksheiminum sem við búum við. Ég hefði fílað það að hún hefði hringt og sagt við mig, Jón blessaður Harpa hérna úr kirkjugörðunum í gamla daga, hvernig var í ræktinni í morgun? Gott heyrðu kjóstu Vöku í næstu viku vegna þess að ég er í þeim félagsskap, ef þú gerir það ekki læt ég einhvern stórann Vökumann lemja þig. Þá hefði ég örugglega ekki farið að gráta.
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:56
|