miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Röskvufólk var að hringja í mig útaf kosningunum í næstu viku, ég sagði að það eina sem skipti mig verulegur máli í þessum Háskóla Íslands núna væri, eins og ég hef áður skrifað hér, það að hve illa hann er byggður álmur útum allt svo maður þarf að labba í kuldanum á milli bygginga. Stelpan mannfræðineminn hélt ég væri að grínast og sagði já hafa svona göng á milli hahaha, ég sagði sár, nei bara risahús svo maður þurfi ekki að labba út nema þegar maður fer. Hún sagði að þetta væri ekki á stefnuskránni. Síðan fór hún að tala um atvinnuleysi háskólamenntaðs fólks, ég velti fyrir mér að fólkið hefði kannski átt að læra eitthvað í háskólanum svo það gæti bjargað sér sjálft í lífinu í stað þess að vonast eftir vinnu hjá einhverju fyrirtæki með BS, BA, MS, MR, MA, MH og FÁ í rassvasanum. Vöku lið kom í tíma hjá Róberti í fýlunni og sagði stressað og spennt hvað þau væru ábyrgðafull að vera í stúdentapólítík, allavega las ég það úr svipnum þeirra þó þau hafi talað um hvað hinir háskólarnir hafi það gott (helvítis öfundssýki) og hvað það væri mikilvægt að geta lært á nóttunni. Ég ætla að nýta mér þetta einhverja helgina og læra að sofa út í Háskólanum í staðin fyrir að borga 1700 kall í taxa heim.

Til hamingju með daginn Hannes Hólmsteinn Gissurarson.