fimmtudagur, júlí 28, 2005

Var að koma af Kofanum úr árlegu kveðjuhófi Jóns og Agga. Þetta er árlegur viðburður sem við viðhöfum í hvert það skipti er haldið er út fyrir landsteina. Ég þakka fyrir góða mætingu.

Batterí og sími komin í hleðslu. Held bakpokinn sem ég ætla að taka með sé örugglega inni í skáp. Er að horfa á vegabréfið mitt. Krítar og debet krotin á sínum stað. Minniskortin í myndavélina tóm. Augndropar klárir, útaf sýkingunni í vinstra auga. Úrið klárt. Er í buxunum sem ég verð í í ferðinni. Á eftir að velja með efri helmingsflík. Ætli ég setji ekki auka buxur í bakpokann nokkra sjálfstæða boli (Hólmgeirsson, Swindon og DV), 3 nærbuxur, 2 stuttbuxur og 2 sokkapör. Tek með lokaða og opna skó. Sólvörn. Aloe Vera. Aloe Vera rollonið, Veit ekki í hverju ég verð á sjálfum tónleikunum. Engan jakka á ég. Fjárfest verður í Ipod. Sólgleraugu klár. Hleðslutæki fyrir Ericsson. Hleðslutæki fyrir myndavél. Einkaklúbbskortið. Tannþráð. Mach3Turbo skaftið. Held þá sé allt upptalið sem verður að taka með í bakpokann á leiðinni út. Keypt verður Ferðataska almennileg og fyllt af fötum og varningi ýmsum fyrir heimferðina.

Hasta la vista Baby


Parken, það er uppselt. Broskall

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Litla sys á ammæli í dag



til hamingju með 17 ára afmælið.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Vestfirðir eru búnir, sólin lék við mig og eyjarnar...

Eyddi mestu púðri í að labba nakin um fjöll, dali, hlíðar og firði - tók uppundir 500 ljós- og hreyfimyndir.

Næst á dagskrá eru tónleikar með U2



Lífið er núna, ekki bíða

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Verð fyrir Vestan frammí næstu viku

Fyrir ykkur sem ekki vitið hvar "fyrir Vestan" er þá er meðfylgjandi kort af svæðinu.












Ætla að hafa ljósopið opið extra lengi og taka mynd af fossi eða tveim.

mánudagur, júlí 18, 2005

Snoop Dogg


Damn tha Doggy´s on fire. Hélt bestu tónleika sem haldnir hafa verið á klakanum. Harður, ljúfur, hann réð öllu, í sínum pakka, í minni ferð. Lofaði að koma sex sinnum á ári, jess... í upphafinu fylltu Hjálmar Höllina af einhverju unaðslegu, einhverju seðjandi, umlukið bassa og hristingi. Augað á mér hristis á tíma undan þunganum :)

DJ Deluxe umturnaði öllu þegar hann birtist... hann er svalur gaur, enda er ég mikill aðdáandi hans. Vonandi fæ ég áritað plakat frá kallinum eða bol til að halda í hefðina varðandi frægt fólk sem ég segi að séu vinir mínir.

Næst er Parken.

laugardagur, júlí 16, 2005

Í fyrsta skipti á ævinni er ég kominn í launað frí frá vinnu.

Reyndar er ekki alveg komið að umskiptunum því enn er helgi. Samt er þetta í raun orðið að veruleika, reyndar í dag dældust inn í hausinn á mér atriði sem ég gleymdi að ganga frá áður en ég fór í frí. En það mikilvægasta var að ég stillti inn autoreply á emailinn hjá mér.

Veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera næstu vikurnar. Hugsa ég skreppi Vestur og renni fyrir silung í Vattardal. Þjálfa upp murderskills, the með nýja sjónaukanum.

Slekk jafnvel á símanum.... á eftir að ákveða þetta allt saman

Hey ég er auðvitað að fara á U2 um verslunarmannahelgina

Live a little, JF

miðvikudagur, júlí 13, 2005

I´m Ron Burgundy?

þriðjudagur, júní 28, 2005

Strawberries, or Fragaria x ananassa, are the ideal fruit to try growing in the garden. As an ornamental plant they produce small, pretty flowers in May and attractive red fruit in summer. These low-growing plants hardly take up any space, they are easy to maintain and the delicious fruit can be eaten straight from the plant.

Strawberry plants have a trailing habit that makes them ideal for growing in containers or hanging baskets. The plants are cheap and it is easy to propagate lots more of them.

sunnudagur, júní 26, 2005

Fatastærðir?

Ég er 38, 105, XL, 48, L og XXL. Sem allt er svo mismunandi eftir framleiðanda. Hvernig væri að hafa bara eina ríkisstærð. Eða og sem betra væri að miða stærðir við metrakerfið. Þá væri til dæmis stærð á buxum mörkuð lengt * mittismál í sentimetrum t.d. 103 * 97 cm. Með því gæti maður til dæmis fylgst miklu mun betur með ef líkaminn breyttist í stað þess að kenna alltaf hinum ýmsustu stærðum og framleiðendum um.

Fer með þetta beint í Staðlaráð.

p.s. fann Hólmgeirsson bolinn :)

laugardagur, júní 25, 2005

Einar Hólmgeirsson bolnum mínum hefur verið rænt!

Þessi bolur sem hetjan sjálf sendi mér með landspósti síðasta vetur er semsagt í höndum þjófa.



Þetta atvikaðist þannig að ég var að þvo meistaraverkið og hengdi það upp á snúru í Almenningnum (geri það aldrei aftur, en get hvort eð er ekki gert það aftur :/ því bolurinn sjálfur er týndur) og svo þegar ég ætlaði að vitja gripsins var hann horfinn púff af snúrunni. Swindon búningurinn á næstu snúru sat ósnertur en því miður veitti það mér litla huggun.

Þjófur þjófur gefðu þig fram, skilaðu bolnum á sinn stað og be gone!

miðvikudagur, júní 22, 2005

Ísbúðin á Melum.

Þar er í boði Gamall ís!!! hví??? Er eitthvað betra að láta ís bíða lengi áður en hann er borðaður - eins og með vín. Reyndar finnst mér alltaf eins og það sé einhver Þorra bragur þarna inni, hvað næst Súrís sem búið hengja á sperra og míga á???

þriðjudagur, júní 21, 2005

Akureyri, þær eru fínar á Akureyri.

Mottó allra Akureyringa er "Bring your own fun!!!". Svo var rosa sæt stelpa í íslensku vefnaðarvörubúðinni, spjölluðum heillengi um Unaðsolíuna, sem hún ráðlagði mér frá að kaupa vegna þess henni líkar ekki lyktin...

sunnudagur, júní 19, 2005

laugardagur, júní 18, 2005

Búinn að Sólbrenna á mig bolaför, gerði það í góða veðrinu á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Sofnaði fyrir utan stjórnarráðið, Rottuhundur (hreinræktaður) reyndi tungu við andlit tókst ekki. Bjór við Ingólfstorg og bleik sykurflækja með í ferð.

Klukkan 3:00 í nótt leit ég upp og tók stöðuna........ Ég var að grilla kjúklingabita heima hjá Öllu hans Gumma. Sólin bakvið Esjuna og ekki ský á himni. Blankalogn og góð lykt. Vatn að renna í heitan pott. Það eina sem vantaði var Aloe Vera til að kæla bolafarið.

Lífið er einfalt -

Yes or No

laugardagur, júní 11, 2005

Guð minn góður

KGRP partý í gær... og hvílíkar móttökur... besta fólk í heimi í þessum garði...

Myndir komnar

miðvikudagur, júní 08, 2005

Oddný á afmæli... til hamingju með daginn baby

Nostalgía

Update - Ferð Vestur síðustu helgi. Videó frá ferð á síðu Agga.

og ég er hættur að fylgjast með. Ég er offline útaf vinnu.

Mánaðarfrí eftir 4 vikur... hjúkk

sunnudagur, maí 29, 2005

Búinn að taka til í skottinu.

Enda eru fyrirhugaðar útálandferðir bráðlega. Það sem ég fann í skottinu (á bílnum mínum já já haha) var meðal annars New York Knicks húfan mín forláta sem ég kauptaði þegar ég var tvólf ára, man ég keypti líka silfurmynd af Patrick Ewing (á hana enn í albúminu mínu).

Nú er bara að kaupa sér dollu af .22 og finna málmbitana sem fylgdu til ísetningar á kíkji, en efast stórlega um að það takist.

Græni góði stóllinn minn, enn með miðanum á. Kælibox fullt af tjöruhreinsi og öldruðum bjór.

Gamall þvottur og tvistur ásamt bókhaldinu í einum pokanum fór allt saman beint í ruslið.

Ryksugaði svo endalaust af snakki... ?

Tékkaði hvort ekki væri varadekk undir teppinu og tjakkur... lenti í vöntun á Mözdunni eitt sinn eins og frægt er orðið!!!

Annars var helgin fjörug... veikur miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Þunnur laugardag og sunnudag og örugglega veikur á mánudag...

fimmtudagur, maí 26, 2005

Lara Croft

Þegar fornleifafræðingar framtíðarinnar lifa það af að skoða mannbyggða fjallgrafhýsið mitt eftir um 80.000 ár. Munu vakna spurningar meðal þeirra um af hverju óeðlilegur beinvöxtur sé á hvirfli höfuðkúbu Jóns. Ég get upplýst það hér með, sem mun vonandi geymast í hinum geysilegu archives of www.blogger.com um ómunatíð, að ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ingangar að húsum og hýbílum manna um aldamótin 2000 eru þess eðlis að menn eins og yðar einlægi eiga erfitt með að ganga um þá án þess að finna fyrir lágt stemmdum efri hluta og slá haus í.

Þannig er nú það bara maður...