fimmtudagur, maí 26, 2005

Lara Croft

Þegar fornleifafræðingar framtíðarinnar lifa það af að skoða mannbyggða fjallgrafhýsið mitt eftir um 80.000 ár. Munu vakna spurningar meðal þeirra um af hverju óeðlilegur beinvöxtur sé á hvirfli höfuðkúbu Jóns. Ég get upplýst það hér með, sem mun vonandi geymast í hinum geysilegu archives of www.blogger.com um ómunatíð, að ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ingangar að húsum og hýbílum manna um aldamótin 2000 eru þess eðlis að menn eins og yðar einlægi eiga erfitt með að ganga um þá án þess að finna fyrir lágt stemmdum efri hluta og slá haus í.

Þannig er nú það bara maður...