laugardagur, júní 25, 2005

Einar Hólmgeirsson bolnum mínum hefur verið rænt!

Þessi bolur sem hetjan sjálf sendi mér með landspósti síðasta vetur er semsagt í höndum þjófa.



Þetta atvikaðist þannig að ég var að þvo meistaraverkið og hengdi það upp á snúru í Almenningnum (geri það aldrei aftur, en get hvort eð er ekki gert það aftur :/ því bolurinn sjálfur er týndur) og svo þegar ég ætlaði að vitja gripsins var hann horfinn púff af snúrunni. Swindon búningurinn á næstu snúru sat ósnertur en því miður veitti það mér litla huggun.

Þjófur þjófur gefðu þig fram, skilaðu bolnum á sinn stað og be gone!