mánudagur, júlí 18, 2005

Snoop Dogg


Damn tha Doggy´s on fire. Hélt bestu tónleika sem haldnir hafa verið á klakanum. Harður, ljúfur, hann réð öllu, í sínum pakka, í minni ferð. Lofaði að koma sex sinnum á ári, jess... í upphafinu fylltu Hjálmar Höllina af einhverju unaðslegu, einhverju seðjandi, umlukið bassa og hristingi. Augað á mér hristis á tíma undan þunganum :)

DJ Deluxe umturnaði öllu þegar hann birtist... hann er svalur gaur, enda er ég mikill aðdáandi hans. Vonandi fæ ég áritað plakat frá kallinum eða bol til að halda í hefðina varðandi frægt fólk sem ég segi að séu vinir mínir.

Næst er Parken.