þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Fór áðan og tók bensín og þar sem ég er annálaður stuðningsmaður virkrar samkeppni keyrði ég út Kópavogs Digranesið og keypti það hjá Atlantsolíu, í staðinn fyrir að elta skammtímasvör heilagrar þrenningar. Einungis með því lækkar maður bensínverðið, alveg eins og maður lækkar hjá sér tryggingarnar til langs tíma með því að kaupa þær hjá Íslandstryggingu, í staðinn fyrir að elta skammtímasvör heilagrar þrenningar. Næst þegar ég fer til útlanda ætla ég á netið og panta flugið með Iceland Express í staðin fyrir að borga Icelandair fyrir að halda úti mörg hundruð manna vinnustað, með tilheyrandi sukki og svínaríi. Bankamálin fara næst í endurskoðun.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Einar Hólmgeirsson berst við minnimáttar
Einar Hólmgeirsson næstum því besti vinur minn, hefur sýnt góða takta undanfarið í handboltanum. Hann skoraði t.d. 10 mörk í sigri ÍR á Fram um daginn og einnig var hann atkvæðamestur með 6 mörk í leik Gróttu/KR gegn ÍR í úrvalsdeildinni. Eins og alþjóð veit er Grósvaldastaður á höttunum eftir kauða en Einari finnst tilboð þeirra heldur of lágt. Spennandi verður að sjá hvaða lið Einar velur!

Stattu þig strákur!!!

Gott lag á Skonrokk

why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends....... why can´t we be friends.......

Glænýjar myndir komnar!!!

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Oddný sendi mér þennan viðurstyggilega póst og þar sem ég er pempía þá ældi ég... ég vissi reyndar af þessu öllu en hafði tekist að hunsa það í mínu daglega lífi, mestanpart.

12 hlutir sem þú vildir ekki vita: (viðbót Jóns Míns)


1) Eftir eins tíma sundferð hefur þú komist í snertingu við hálfan lítra af þvagi. (helvítis gamla fólk og krakkar)

2) Á meðaldegi kemst þú í óbeina snertingu við 15 tippi, t.d. við að taka í hurðarhúna. (helvítis karlmenn)

3) Árleg neysla meðalmanneskju á skyndibitamat inniheldur 12 kynfærahár. (Sabbi)

4) Á einu ári gleypir þú 14 skordýr í svefni. (well .... No)

5) Á einu ári heilsar þú með handabandi 11 konum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar. (tek hvort eð er ekki í höndurna á fólki sem mér þykir ógeðslegt)

6) Á einu ári heilsar þú með handabandi 6 körlum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar. (what)

7) Flestir karlmenn þvo alls ekkert á sér hendurnar eftir að hafa verið á klósettinu. Veltu því fyrir þér næst þegar þú ert á barnum og færð þér hnetur úr skálinni á barborðinu. (Andri er með heilt heimspekikerfi í kringum fyrripartinn)

8) Í meðalbrúðkaupi hefur þú hundrað möguleika á að smitast af frunsu frá einum gestanna. (Frunsur eru af hinu góða)

9) Þú andar daglega að þér hálfum lítra af endaþarmsgasi frá öðrum. (Leon)

10) Tannlæknar telja að tannburstar verði að vera í a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá klósettskálinni til að sýklar í loftinu frá skálinni festist ekki á burstunum. (Glænýr staður fyrir tannburstann... þ.e.a.s. nýja tannburstann)

11) Þú eyðir sex mánuðum lífs þíns á klósettinu. (gæðastundir)

12) Ef þú nagar neglurnar innbyrðirðu meira magn sýkla en ef þú sleiktir hreina klósettskál. (hmm góður sölupunktur... sama og með fólk sem borar í nefið og étur afraksturinn)

Verði þér að góðu!

laugardagur, febrúar 14, 2004

Tók þátt í Popppunkti áðan og hafði betur.

Vá bara ég held það verði rosalegt í næstu umferð... þá ætla ég að vera á strætó

En núna liggur fyrir að halda áfram í ruglinu... næst á dagskrá er heldri manna samkoma hjá 4X4 klúbbnum sem Andri er nýbúinn að skrá mig í. Við erum samt ekki hættir við Frímúrararegluinngönguna þar sem það er seinni tíma stórmál.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Þar sem ég er mikill sjálfselskari þá má ég til með að segja ykkur frá alveg glænýrri nafnbót og vegtyllu sem ég hef útvegað mér.

Ég er orðinn opinber ljósmyndari Fróða, félags sagnfræðinema við Helvítis Ísingerði (Háskóla Íslands).

Ekki byrjaði það vel hjá mér samt, því ég varð fyrir gripdeildum eða þjófnaði öllu heldur þegar verðmætum myndum frá fyrsta opinberlega verki mínu var fargað á mjög illgjarnan hátt... það breytir ekki þeirri staðreynd að núna er ég atvinnu(fagmannlegur)ljósmyndari (í sjálfboðavinnu (ennþá)).

Auk þess hef ég ákveðið að losa mig við THE MANS BAG sem ég hef átt í vandræðalegu ástarsambandi við undanfarna mánuði. Mér finnst bara eins og taskan sé svo mikil byrði á mér, alltaf að renna af öxlinni vegna þess íþróttataskan og skólataskan taka pláss. Í dag losaði ég því töskuna, tók SPV Debetkortið, Ökuskírteinið og Einkaklúbbskortið og lét þau þau í litla leðurdraslið. Síminn í vasann og myndavélin í annann.

Hvað mér líður vel.......... eins og frelsið hafi aukist til muna og ekkert helvítis kjaftæði lengur með að halda á afslappandi ól með töskufjanda. Ekkert lengur að leggja hana frá mér og passa uppá töskuna eins og KONVERUR gera víst daglega og kvarta svo og kveina yfir því þær séu með 70% lægri laun en karlmenn...... þessu tengt þá er aldrei að vita nema maður heimti launahækkun fyrst KERLINGA taskan er horfin???

Núna er þungarokk málið og verst hvað helvítis þrír núll sjö er með slappa hátalara, þó þeir séu allan hringinn.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ég man þá tíð þegar ég sem ungur maður var staddur í útlandinu við skriftir(nei það er dagdraumurinn) ég meina við strákslæti í sólinni á leiðinni frá íssjoppunni að sundlaugabakkanum þar sem kjarnafjölskyldan lá og lét sér líða ágætlega. Litla systir sagði brrrubrrru og kúkaði í makindum falin bakvið blómapott. Ég labbaði á grasinu og leið eitthvað svo vel, ég held bara mér hafi fundist þetta hápunkturinn, með rauðan og fjólubláan ítalskan ís valhoppandi og öskrandi með tilheyrandi handahreyfingum eins og ég hafði séð og heyrt í sjónvarpinu eða fyrra lífi jafnvel… Heil Hitler… Heil Hitler… Sieg Heil… Heil Hitler.………. svo var ég skammaður…..

Var að velta fyrir mér þessu undarlega fyrirbæri Dejavú..........................

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Skrópaði vísvitandi í tíma í dag... og græddi á því!!!

Það eru bara huglausar gungur sem fela sig bak við áfengi... undir áhrifum skín í innri mann!!!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Horfaði á POTC-COTBP(veist það ekki, veist ekki neitt) um helgina meiraðsegja tvöfalt sinnum (í tvígang) og er það vel gert mér af þó ég tala sjálfur út um það. Meðan ég það gjöraði lagði ég á minnið mínar uppáhaldssetningar og hef þær nú í flimtingum (hávært fruss og óskýrar orðmyndir) við minni máttar á ögurstundum(þegar ekkert truflar), hlæ svo eins og brjálaður og hafa sumir efast um geðheilsu mína af og til á þessum seinustu og vondustu(ragnarök).

Bring me that horizon!!!

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Ef einhver skyldi hafa efast...


How evil are you?


og fyrst ég er byrjaður
Architecture
You are Architecture.
You are the most functional art form and rarely do
anything without some practical purpose.
Although you are capable of easilly outstaging
the other arts, you usually prefer to go
unnoticed.


What form of art are you?
brought to you by Quizilla

laugardagur, febrúar 07, 2004

Mikill glæpur hefur átt sér stað.

Sem ég ætla að láta myndasyrpu gærkvöldsins frá vísindaferðinni og karíókíinu á netið sé að...

Einhver mannleysa eyddi djamm myndum gærkvöldsins útaf myndavélinni rétt eftir hámarkið... ásamt myndum af nýfæddum ættingjum, afmælisbörnum og síðast en ekki síst litlu systur fara á síðustu árshátíðina í Árbæjarskóla!!!

Það er því ljóst að Fróði fær öngvar myndir á heimasíðuna sína og og og og og og ég er hættur að treysta nokkrum lifandi manni.

CRAP IN BÆÐI!!!

þær 11 myndir sem teknar voru eftir glæpinn eru undir liðnum myndir hér að ofan og til hliðar.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Helgin kominn ég er upplitsdjarfur yfir því. Var í prófi áðan og stólinn minn vaggaði svo sá ég tappann á gólfinu teygði mig eftir honum og vakti aðdáun bekkjarfélaganna með því að laga stólinn í miðju prófi. Gekk mér betur eftir það...

Er að fara í mína allra allra fyrstu vísindaferð nú eftir 3 tíma með Sagnfræðinga(slúður fortíðar fræðingum)félaginu Fróða og er það vel...

Svo er dagskráin full það sem eftir lifir kvölds...

Fótbolti í fyrramál...

Fékk epli í dag frá Röskvu en mér þótti afhendingin full lík atriði listahópsins míns hér um daginn á listaviku Helvítis Ísingerðis. En hverjum er svosum ekki sama um slíkar afritanir því eins og Alvaldurinn veit er hér allt í himnalagi...

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Það er kviknað í í vinnunni og hvað gerir maður ... ekki neitt ... segir bara „helvítis hávaði“ og hættir að hugsa um það.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ég var alveg hættur að nenna þessu Survivor drasli þangað til í gær er ég horfði á stjörnu þáttinn. Snilld og gott þessi Tina datt út... hún hefði aldrei átt að vinna í Ástralíu, Colby átti að vinna .... ég fylgdist talsvert með þeirri seríu og hefði viljað sjá Michael (manninn sem datt í eldinn) með í all star þáttunum. Núna held ég með Rupert því hann er snillingur og þessi Rich er snillingur líka og................... damnit......... ég vil benda öllum á að fara ekki á heimasíðu c.b.s. því tilkynning er á forsíðu um hver hafi unnið. AAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGG... frábært búinn að missa áhugann

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Vaknaði snemma í morgun til að fara í tíma í Mannkynssögu 2 en af því ég yrði í skólanum til fimmtán tvípunktur núllnúll, og hefði þar af leiðandi lítinn tíma til útréttinga ákvað ég að drífa mig í vinnuna á umræðu- og nammifund með stelpunum á skrifstofunni á undan MKS2.

Á leiðinni úr Árbænum í vinnuna tek ég á mig smá krók. Kem við á bílastæðinu við Háskólann, stoppa bílinn smá stund og fæ mér stuttan labbitúr að Árnagarði sný við snögglega og legg af stað uppí Kópavog því þangað var ég að fara.

Þegar fundurinn er búinn og allt tölvukerfið hefur verið yfirfarið hef ég mig af stað útá bílaplan(hafði lagt bílnum við dyrnar enda mættur snemma), starta bílnum færi hann útúr bílastæðinu tek smá hring í kringum húsið og hugsa „já alveg rétt það eru engir tímar í MKS2 þessa viku“. Þá er kominn bíll í stæðið og ég þarf að leggja uppá gangstétt, og held áfram að vinna.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Í dag er Groundhog Day!

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Þá er helvítis Janúar búinn, sem betur fer!

Ég óska öllum landsmönnum nær og fjær gleðiríks Febrúar!