Oddný sendi mér þennan viðurstyggilega póst og þar sem ég er pempía þá ældi ég... ég vissi reyndar af þessu öllu en hafði tekist að hunsa það í mínu daglega lífi, mestanpart.
12 hlutir sem þú vildir ekki vita: (viðbót Jóns Míns)
1) Eftir eins tíma sundferð hefur þú komist í snertingu við hálfan lítra af þvagi. (helvítis gamla fólk og krakkar)
2) Á meðaldegi kemst þú í óbeina snertingu við 15 tippi, t.d. við að taka í hurðarhúna. (helvítis karlmenn)
3) Árleg neysla meðalmanneskju á skyndibitamat inniheldur 12 kynfærahár. (Sabbi)
4) Á einu ári gleypir þú 14 skordýr í svefni. (well .... No)
5) Á einu ári heilsar þú með handabandi 11 konum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar. (tek hvort eð er ekki í höndurna á fólki sem mér þykir ógeðslegt)
6) Á einu ári heilsar þú með handabandi 6 körlum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar. (what)
7) Flestir karlmenn þvo alls ekkert á sér hendurnar eftir að hafa verið á klósettinu. Veltu því fyrir þér næst þegar þú ert á barnum og færð þér hnetur úr skálinni á barborðinu. (Andri er með heilt heimspekikerfi í kringum fyrripartinn)
8) Í meðalbrúðkaupi hefur þú hundrað möguleika á að smitast af frunsu frá einum gestanna. (Frunsur eru af hinu góða)
9) Þú andar daglega að þér hálfum lítra af endaþarmsgasi frá öðrum. (Leon)
10) Tannlæknar telja að tannburstar verði að vera í a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá klósettskálinni til að sýklar í loftinu frá skálinni festist ekki á burstunum. (Glænýr staður fyrir tannburstann... þ.e.a.s. nýja tannburstann)
11) Þú eyðir sex mánuðum lífs þíns á klósettinu. (gæðastundir)
12) Ef þú nagar neglurnar innbyrðirðu meira magn sýkla en ef þú sleiktir hreina klósettskál. (hmm góður sölupunktur... sama og með fólk sem borar í nefið og étur afraksturinn)
Verði þér að góðu!
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:29
|