Vaknaði snemma í morgun til að fara í tíma í Mannkynssögu 2 en af því ég yrði í skólanum til fimmtán tvípunktur núllnúll, og hefði þar af leiðandi lítinn tíma til útréttinga ákvað ég að drífa mig í vinnuna á umræðu- og nammifund með stelpunum á skrifstofunni á undan MKS2.
Á leiðinni úr Árbænum í vinnuna tek ég á mig smá krók. Kem við á bílastæðinu við Háskólann, stoppa bílinn smá stund og fæ mér stuttan labbitúr að Árnagarði sný við snögglega og legg af stað uppí Kópavog því þangað var ég að fara.
Þegar fundurinn er búinn og allt tölvukerfið hefur verið yfirfarið hef ég mig af stað útá bílaplan(hafði lagt bílnum við dyrnar enda mættur snemma), starta bílnum færi hann útúr bílastæðinu tek smá hring í kringum húsið og hugsa „já alveg rétt það eru engir tímar í MKS2 þessa viku“. Þá er kominn bíll í stæðið og ég þarf að leggja uppá gangstétt, og held áfram að vinna.
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 10:16
|