föstudagur, febrúar 13, 2004

Þar sem ég er mikill sjálfselskari þá má ég til með að segja ykkur frá alveg glænýrri nafnbót og vegtyllu sem ég hef útvegað mér.

Ég er orðinn opinber ljósmyndari Fróða, félags sagnfræðinema við Helvítis Ísingerði (Háskóla Íslands).

Ekki byrjaði það vel hjá mér samt, því ég varð fyrir gripdeildum eða þjófnaði öllu heldur þegar verðmætum myndum frá fyrsta opinberlega verki mínu var fargað á mjög illgjarnan hátt... það breytir ekki þeirri staðreynd að núna er ég atvinnu(fagmannlegur)ljósmyndari (í sjálfboðavinnu (ennþá)).

Auk þess hef ég ákveðið að losa mig við THE MANS BAG sem ég hef átt í vandræðalegu ástarsambandi við undanfarna mánuði. Mér finnst bara eins og taskan sé svo mikil byrði á mér, alltaf að renna af öxlinni vegna þess íþróttataskan og skólataskan taka pláss. Í dag losaði ég því töskuna, tók SPV Debetkortið, Ökuskírteinið og Einkaklúbbskortið og lét þau þau í litla leðurdraslið. Síminn í vasann og myndavélin í annann.

Hvað mér líður vel.......... eins og frelsið hafi aukist til muna og ekkert helvítis kjaftæði lengur með að halda á afslappandi ól með töskufjanda. Ekkert lengur að leggja hana frá mér og passa uppá töskuna eins og KONVERUR gera víst daglega og kvarta svo og kveina yfir því þær séu með 70% lægri laun en karlmenn...... þessu tengt þá er aldrei að vita nema maður heimti launahækkun fyrst KERLINGA taskan er horfin???

Núna er þungarokk málið og verst hvað helvítis þrír núll sjö er með slappa hátalara, þó þeir séu allan hringinn.