sunnudagur, maí 30, 2004

Hef ég ekki bloggað lengi... huh

Fékk sms áðan frá símanúmerinu 4 sem var eftirfarandi

"Til hamingju. thu hefur unnid fria pizzu fra dominos gegn framvisun C>essa sms. ------------"

hahaha sumir eru svo heppnir... svo bara hringdi ég og náði í mína dominos extra pizzu ókeypis og hún var góð... enda er ókeypis matur góðari en keyptur...

ha fleiri blogg á leiðinni? kemur í ljós... maður verður bara að fylgjast með snúningi Jóns Míns enda hefur verið erfitt að henda reiður á framkvæmdir mannsins undanfarið og bloggið hefur ekki haft við að fylgjast með... Einskonar OVERLOAD.

Ég lofa ekki bót og betrun ... svona verður þetta alltaf... mörg blogg í einu... svo fág svog mörg svo engin svo milljón og síðan lifi byltingin mátturinn og dýrðin að eilífu Jón Minn...

Hey já annars ... partý ha okey!!!

fimmtudagur, maí 27, 2004

miðvikudagur, maí 26, 2004

mánudagur, maí 24, 2004

Út að borða á Holtið á föstudag... Hveragerði á laugardag... Árbær city á sunnudag... Langar svo að blogga meir en get bara ekki sökum anna... Anna komin til landsins by the way...

föstudagur, maí 21, 2004

Blah

ÉG gæti lýst atburðarás líðandi daga og talað um ferð í Perluna, Kjarvalsstaði(Dorrit og Ólafur voru þar), Kofann, Ísbúð, Útaðborðaferð, partýin sem ég hélt fyrir nokkru, gleðskapinn sem ég er búinn að fara í síðan eftir próf, Kokteilboð til umhverfisráðherra, tvítugsafmæli hjá þarna hvað sem hún hét aftur(Sigrún Jana var þar), Evróvísjón partý TOKI DOKI, Próflokadjamm Fróða, bæjarrölt með skemmtilegheitum, kaffihúsaferðir og annað sem kemur fyrir mig í daglegu amstri þessa yndislega samfélags. ENENENENENENENENENEN ég bara nenni því ekki... því að ég nenni því bara ekki... myndir af e-i sem ég tók eftir að var að fylla sjá sér bílinn um miðja nótt á Select!

mánudagur, maí 17, 2004

.






Tíðindalaust






Sem og Violent Femmes söngvarinn [sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir] söng út í hið óendalega á þeirra tónleikum svo innilega Summer time summer time summer time vil ég taka undir með honum og óska öllum gleðilegra útilegna, bæjarrölts, línuskautsferðum, sápukúlublæstri, ferðalaga, veiðiferða, sólbruna, sólbaða, samtala, samskipta og hvaðþaðnúersemmaðurgerirásumrinsemgerirþausvonamerkileg!!!

og hey Efróvísjón var á laugardaginn... ööö og já já... gott partý!!! Takk öllsömul...

Sog var allt annað líka gaman... sérstaklega kröftugur endir...

En rosalega langar mér í flottari stafræna myndavél... mín er með alltof eitthvað fáa virka pixla mig langar í 10 milljón pixla og með svona linsu sem er töff ... og líka í IPOD enda er hægt að fá solleiðis með FM bylgju sendi svo hægt er að staðsetja við útvarp og ráða allri tónlist. Þarf bara að redda reikningsnúmeri og kennitölu hjá Flugfreyjunni vinkonu minni sem er einmitt að fara til útlandsins reglulega og alltaf.... reyndar þarf ég líka að redda einbeittum eyðsluvilja... sem ég hef ekki þessa stundina ---- því miður ---- samt langar mér að kaupa endalaust stóran hambörger på danske måtann.

föstudagur, maí 14, 2004

Konunglegt brúðkaup.

Vér óskum dönsku þjóðinni, konungsfjölskyldunni, Áströlum og heimsbyggðinni allri til hamingju með brúðkaup Friðriks og Maríu okkar.

En því miður virðast Íslendingar svíkja frændur okkar Dani, rétt eins og í seinni heimstyrjöldinni, með því að vera ekki viðstaddir þessa guðdómlegu vígslu. Hverjum það er að kenna, Framsóknardraumnum um forsetaráðherrastól, Davíðs tilraun til að rjúfa stjórnarstarfið og halda stólnum, lýðræðisstyrkingu Forseta Íslands eða hvort upphafið megi rekja til smávöruverslunar í Súðavoginum ætla ég að hafa um sem fæst orð.

Íslendingum er skylt að vera viðstaddir þessa athöfn sama hversu mikið valdamenn landsins hatast við hvorn annan.

Lifi frelsi, lýðræði, danska krúnan og mannkynið allt... húrra húrra húrra húrra

fimmtudagur, maí 13, 2004

Prófin búin... enginn tími fyrir blogg enda er komið sumar og sól og sangrían bíður.......


#
Öskjuhlíðin er fögur og útsýnið er frábært!

þriðjudagur, maí 11, 2004

Haha fyrsta einkunn kominn í hús...

7 í Íslands og Norðurlandasögu 1.

Magnath og ég sem hélt fall væri óumflýjanlegt... greinilegt er að það borgar sig ekki að mæta í tíma... og lesa bara stanslaust í 3 daga fyrir próf...

Takk leshópur, takk Sverrir og takk Heiðnarey (ritgerðin um þig hefur gert lukku)...

Frísklegir piltar í 70 mín, Pétur vanskapaði og nýji gaurinn komu og TRUFLUÐU lærdóm á hlöðunni núna rétt áðan... Þeir náðu góðri mynd af mér þar sem ég var að skoða gengi hlutabréfasafnsins míns... svo ÉG verð í sjónvarpinu enn og aftur!!! bravó fyrir mér

Góðar fréttir...

Íslenskir karlmenn - Icelandic Hunks

Munu vera þeir langlífustu í heimi - Will live the longest of all men #
og verða alltað 79 ára að meðaltali - and will become about 79 years of age

ERGO we are in good bisness - SEMSAGT við erum í góðum málum

Svo er Afi minn orðinn 86 og ári eldri meiraðsegja í ágúst og við góða heilsu 7,9,13. - And my Grandfather is 86 and in good health seven, nine, thirteen...

And his name is also Jón Finnbogason - enda er ég skýrður í höfuðið á honum og afa hans og afa hans og afa hans og svo framvegis.

My name is Jón son of Finnboga,
my fathers name is Finnbogi son of Jón (my father)
his fathers name is Jón son of Finnboga (my grandfather)
his fathers name is Finnbogi son of Jón
his fathers name is Jón son of Finnboga
his fathers name is Finnbogi son of Jón
his fathers name is Jón son of Finnboga
his fathers name is Finnbogi son of Jón
but his fathers name is Jón son of Ólafur ---

Memo to self...

Eat breakfest before leaving the comfort of home.

Stop buying and eating candy non stop, it damages you´re teeth, not to mention the ill that will come to the entire body as well.

Make time to relax.

No more Beer... only Sangria.

And have a nice day...

Ég er svo gjörsamlega að læra núna... (langaði bara að segja ykkur frá því). Ég tók mér fyrirfram ákveðna pásu 10:15 til að skrifa þetta blogg...

And once again, my english has not GOTTEN BETTER!!!

mánudagur, maí 10, 2004

Í upphafi fannst mér merkilegt að teljarinn minn sýndi 49... og svo 50 og sog 51... hahaha hvað það var gaman að sjá þegar ég ýtti á F5 og síðan taldi nýjan gest... ... og í dag er þetta alveg jafn gaman og hefur alltaf verið... sérstaklega þegar ég fékk my first fifteen minutes of fame með Idol blogginu og þá fékk bloggið mitt sérstakan stað meðal fólks sem eitthvað sem skoðað var reglulega... og viti menn ég get sýnt frammá tölfræðina á bak við þetta því ég er skrásett nákvæmlega alla gesti síðastliðið rúmt ár...

Hey svo er komið komment kerfi á bloggið en frekar skrýtið samt... það er eins og Bó er með og ég er ekki alveg búinn að kaupa nytsemis fagurfræðina á bak við þá snilld þeirra pilta á www.bloggari.com en måske kemur að því að maður falli fyrir undirfögrum tónum nytseminnar..

og þá er ekki fleira í þættinum í kvöld, veriði sæl...

Afbragðs útlit á síðu www.blogger.com ég sá þar í nýrri samantekt að Jón Minn hefur bloggað 855 sinnum... það er ekkert smá og vá hvað ég þarf við tækifæri að lesa allt staf fyrir staf á næstunni svo ég geti með góðu móti virt fyrir mér ritstjórnastílinn og hvernig hann hefur måske breyst í tímanna rás.... En power to the pieces - Anarkismi virðist vera það eina rétta í stöðunni.... en en en en en einungis þegar maðurinn hefur lært að koma fram við aðra sem þeir væru hann sjálfur.

Og gott viðtal við Korn kallinn í Fréttablaðinu - blaði allra landsmanna, mig hálflangar á tónleikana þegar ég las þetta... hann virðist vera með hausinn í lagi... og já HEY Á EINHVER MIÐA FYRIR FÁTÆKAN NÁMSMANN.

OG eitt enn... hvað varð um alla þessa vitundavakningu?

sunnudagur, maí 09, 2004

Nú er nóg komið ... helvítis fangaverðir í Írak... var að horfa á fréttirnar og þar var hugaður maður að lýsa því honum hafi verið nauðgað... Ég tek ofan fyrir honum... Algjört rugl að topparnir segi ekki af sér... eru hermenn ekki þannig gerðir þeir gera bara það sem þeim er sagt... Einhver hlýtur að hafa gefið skipun ... og það er svo líka aukaatriði... hermenn eru fólk og hljóta að gera sér grein fyrir óréttlæti löngu morðanna sem þeir eru að framkvæma... ... meira og heilsteyptara um þetta seinna.

föstudagur, maí 07, 2004

Sætar stelpur eru svo undirförlar... ekki ég... ég er alltaf að horfa á þær og þær taka eftir því... en ég tek aldrei eftir því þegar þær horfa á mig. Magnað!!!

Eitt próf eftir... ég latur

.




....................................ÞÚ ERT FRÁBÆR MANNESKJA....................................






miðvikudagur, maí 05, 2004

Kraftwerk

#
Computerworld

#
Kraftwerk óskilgreint

#
Model

#
Autobahn

Brúskur er svo breyttur... nú heitir hann B-2

þriðjudagur, maí 04, 2004

Saga úr handboltaheiminum, sem lítill fugl sem fór í ferðalag um daginn, sagði Jóni Mínum eru ÍBV með endalaust af fræknum útlendingum í liðinu sínu. Ein skyttan hjá ÍBV liðinu í handbolta líkist meira apa en manneskju, hún er svo loðin, sem er víst ekki svo fallegt! Hin skyttan hjá þeim er með aflitað hár og spilar alltaf með grænan augnskugga hún á víst líka að hafa verið strippari í heimalandinu.

Hvað um það lifi íþróttaheimur kvenna…

sunnudagur, maí 02, 2004

Er fullveldi það sama og einveldi í einveldi?

Fullveldi verður til með ofbeldi, morðum og drápum. Sá sem hefur vald frá þeim sem ráða í samfélaginu, til að beita ofbeldi, ræður.

Mestur tími fer í lestur góðra bóka um þessar mundir, lærdómurinn.

Brúskur hefur ákveðið að þar sem hann komst heim til sín ætlar hann bara að vera inní búri og ætlar aldrei að koma út.

Svo er víst 240v kerfi á Íslandi, 100 volta í Japan og 120 volta í Bandaríkjunum.