Afbragðs útlit á síðu www.blogger.com ég sá þar í nýrri samantekt að Jón Minn hefur bloggað 855 sinnum... það er ekkert smá og vá hvað ég þarf við tækifæri að lesa allt staf fyrir staf á næstunni svo ég geti með góðu móti virt fyrir mér ritstjórnastílinn og hvernig hann hefur måske breyst í tímanna rás.... En power to the pieces - Anarkismi virðist vera það eina rétta í stöðunni.... en en en en en einungis þegar maðurinn hefur lært að koma fram við aðra sem þeir væru hann sjálfur.
Og gott viðtal við Korn kallinn í Fréttablaðinu - blaði allra landsmanna, mig hálflangar á tónleikana þegar ég las þetta... hann virðist vera með hausinn í lagi... og já HEY Á EINHVER MIÐA FYRIR FÁTÆKAN NÁMSMANN.
OG eitt enn... hvað varð um alla þessa vitundavakningu?
mánudagur, maí 10, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:42
|