Í upphafi fannst mér merkilegt að teljarinn minn sýndi 49... og svo 50 og sog 51... hahaha hvað það var gaman að sjá þegar ég ýtti á F5 og síðan taldi nýjan gest... ... og í dag er þetta alveg jafn gaman og hefur alltaf verið... sérstaklega þegar ég fékk my first fifteen minutes of fame með Idol blogginu og þá fékk bloggið mitt sérstakan stað meðal fólks sem eitthvað sem skoðað var reglulega... og viti menn ég get sýnt frammá tölfræðina á bak við þetta því ég er skrásett nákvæmlega alla gesti síðastliðið rúmt ár...
Hey svo er komið komment kerfi á bloggið en frekar skrýtið samt... það er eins og Bó er með og ég er ekki alveg búinn að kaupa nytsemis fagurfræðina á bak við þá snilld þeirra pilta á www.bloggari.com en måske kemur að því að maður falli fyrir undirfögrum tónum nytseminnar..
og þá er ekki fleira í þættinum í kvöld, veriði sæl...
mánudagur, maí 10, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:40
|