Konunglegt brúðkaup.
Vér óskum dönsku þjóðinni, konungsfjölskyldunni, Áströlum og heimsbyggðinni allri til hamingju með brúðkaup Friðriks og Maríu okkar.
En því miður virðast Íslendingar svíkja frændur okkar Dani, rétt eins og í seinni heimstyrjöldinni, með því að vera ekki viðstaddir þessa guðdómlegu vígslu. Hverjum það er að kenna, Framsóknardraumnum um forsetaráðherrastól, Davíðs tilraun til að rjúfa stjórnarstarfið og halda stólnum, lýðræðisstyrkingu Forseta Íslands eða hvort upphafið megi rekja til smávöruverslunar í Súðavoginum ætla ég að hafa um sem fæst orð.
Íslendingum er skylt að vera viðstaddir þessa athöfn sama hversu mikið valdamenn landsins hatast við hvorn annan.
Lifi frelsi, lýðræði, danska krúnan og mannkynið allt... húrra húrra húrra húrra
föstudagur, maí 14, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:16
|