sunnudagur, janúar 22, 2006

Enn ein helgi liðin. Sagnfræðidjamm hjá Pétri Óla á fös... skildi óviljandi eftir stóra blá gin hjá kalli. Bransabrandarar og fréttir af óléttu Canis gerðar opinberar Þá voru vindlar teknir fram og skálað í koníakstaupum.

Verst að þeir eru allir að klára á næstunni og ég enn á byrjunarreit. Ég réttlæti það þannig ég sé búinn að ná mér í svo mikla reynslu :/

Djammidjamm...

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Hlutabréfamarkaðurinn liggur hátt þessa stundina, vonandi er hann ekki of teygður.

Annars heimsótti ég í kvöld vin minn þar sem hann sat iðinn og hringdi út fyrir prófkjör stjórnmálamanns. Þeir nota lotus notes, í verkið. Hann sagði mér frá skemmtilegri nýbreyttni sem símafyrirtækið síminn hefur innleitt. Stafrænt sjónvarp í gegnum adsl - hann sagði Breiðbandið væri drasl sem enginn notaði.

Hann sagði líka að ungir trúarhitamenn í Íran myndu bráðlega leiða landið í aðra dýrlega trúarbyltingu, með nútíma her á bak við sig væru þeir óstöðvandi blessðir kopparnir.

Annars er 2/3 grænmeti daglegt gróft brauð og engar franskar.

Bíllinn minn þolir ekki svona saltan snjó og neitar að færast upp brekkur og í gegnum ökladjúpan snjó - nema þegar Andri er nærri þ.e.a.s. hvíta þruman hans.

House vann golden globe og ég fór á jarhead sem ég hélt fyrst væri fornt arabískt orð en er í raun amríska yfir hálfbjána eins og þeir hétu í fyrri styrjöldinni.

mánudagur, janúar 16, 2006

Ég er það sem Ég borða. Hér er aðgerðalistinn eftir lestur 2. persónu bókarinnar.

Hætta og fækka:

Frönskur
Molar sterkir
Gos
Meirihluta kjötát
Skot & Bjór
Langtíma seta
Tilgangslausum ferðum milli staða

Starta og narta:

Grænmeti
Vatn
Agúrkur
Spergikál
Sjávarréttir
Ávaxtasalat, þ.e.a.s. hantera ávexti til átu
Sporthúsið
Snöggur frágangur mikilvægra mála

laugardagur, janúar 14, 2006

Gamlir tímar koma enn á ný :)

Jibbý ég hef fengi eldgamlar myndir sé ég taldi týndar - fréttir síðar

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Dómsvaldið stendur sig víst ekki í að flytja almenningi fréttir af samfélagslegum atburðum. Þess vegna leitar samfélagið að öðrum leiðum til að fá að vita hvað sé í gangi.

Þetta blogg er tileinkað henni Jórunni vinkonu minni. Hún er sálfræðingur og í framhaldsnámi í gamla nýlenduveldinu okkar. Hér er hún í heimsókn til að læra um eitthvað stórhættulegt í verknámi (hún hafði fræðilegra orð) í spítala íslands.

Ásamt kærri starfssystur sinni munu þær útbúa spurningalista fyrir einstaklinga og lögaðila. Svörin úr þessum spurningum er skellt í SPSS og með því fundin út meðaltöl og almenn frávik.

Með þessu verður til skýrsla. Þessi skýrsla mun hjálpa fullt af fólki bæði beint og óbeint sem fræðslurit. Hún benti mér á að fara í djúphreinsun hjá Ellu vinkonu sinni, ég hafði sjálfur orð á því mig langaði svo þið þurfið ekki að óttast húð mín sé orðin slæg.

Hér til hliðar er mynd af mér úr afmælinu hennar árið 2004, ef þið smellið á hana fáiði fleiri myndir úr þessu afmæli.

kkk Jón.

mánudagur, janúar 09, 2006

HALELÚJA

Ég hef slátrað LAUGUM. Bæði vegna lélegs hreinlætis á svæðinu þar sem maður þurrkar sér og fyrir að vera með of léleg bílastæði. Sem hafa orðið til þess ég hef ekki getað lyft þyngt minni í plasti í heil tvö ár.

Ég hef endurvakið Sporthúsið. Bara vegna þess þeir hafa tekið sig á í hreinlæti á svæðinu þar sem maður þurrkar sér, varðandi bílastæðið skal áfram skellt vítaverðu gáleysi. Hins vegar telur það þeim til tekna að vera ekki með gosbrunn heilan hektara í kringum innganginn.

Ég hef strax hafist handa við að skapa línu um magann (byrjun á sixpack) og mun halda áfram við að móta mér höndlegginn og aðra líkamshluta míns fagurra líkama

Halló er einhver ennþá þarna?

Af hverju er svo mikið fjallað um fallegar lauslátar íslenskar stelpur, af hverju er ekki fjallað líka um miklu lauslátari og fallega íslenska stráka? Ég meina, er ekki kominn tími á að fleiri en kvikmyndastjörnur og slökkviliðsmenn úr bna komi til landsins. Það vantar suður-evrópskar og suður-amerískar til landssins í leit að mér til að mynda.

Annars ætla ég bara að taka fram að bloggið mun aldrei breytast, stundum er ekki bloggað heilu mánuðina svo allt í einu koma 40 færslur sama daginn og allt þar á milli...

Lifið heil og sæl

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Hôla



Gleðileg Jól



Gleðilegt nýtt ár

miðvikudagur, desember 21, 2005

Ég tók persónuleikapróf á netinu og viti menn ... ég er

Your results:
You are Iron Man

Iron Man
90%
Green Lantern
70%
Catwoman
65%
Spider-Man
60%
Supergirl
60%
The Flash
60%
Superman
50%
Robin
50%
Hulk
45%
Wonder Woman
40%
Batman
0%
Inventor. Businessman. Genius.
Click here to take the "Which Superhero are you?" quiz...


þriðjudagur, desember 20, 2005

Original of the Species

Annars var ég að velta fyrir mér af hverju engar bensínstöðvar eru á leiðinni niðrí bæ? Það eru bara bensínstöðvar á leiðinni í úthverfin? Why is that! By the way "Original of the Species". Já ég til dæmis tek oftast bensín á morgnana á leiðinni í vinnuna en þá þarf ég að taka bensín á einhverjum gömlum kofum eins og Esso í Ártúnsbrekku... skrýtið...

Every where you go you shout it
You don´t have to be shy about it

sunnudagur, desember 18, 2005



Agnar á afmæli í dag...tuttugu og eitthvað ára gamall.

Til hamingju drengur!

Núna er kominn sunnudagur og bara eftir að skella sér í sund og gufu.

Í vikunni verður mætt í Bláa lónið.

sunnudagur, desember 11, 2005

Borgin mín

Mjög góðir þættir á RÚV, sest alltaf niður með osta og crackers þegar þeir eru á dagskrá. Núna áðan var Kristinn R. Ólafsson að sýna okkur Madríd. Mjög falleg borg, með fjölda halla, garða og torga sem konungarnir hafa reist sér og öðrum til afþreyingar. Sérstaklega fannst mér áhugaverð fullyrðingin um að Stallari konungs hefði reist kóngi garð allstóran sérstaklega svo að hann sjálfur fengi frið til að ráða ríki sínu. Þá fór ég að pæla aðeins í einræði og erfðaréttinum.

Ef maður nokkur, kóngur, lætur glepjast af gulli og grænum skógum sér til afþreyingar en sleppir því að huga að hagsmunum ríkisins hversu hæfur er hann til að stjórna því? Af hverju er þá ekki langheppilegast að leyfa næstráðanda að taka við? Jafnvel fá úrskurð almúgans um það hvort hann sé ekki hæfari en einhver annar?

Ég sé fyrir mér að hægt verði að halda sérstakar kosningar þar sem menn sem meira mega sín (þeir sem hafa eitthvað almennilegt til málanna að leggja) lýsa yfir, í leyni, hverjum þeir treysta best.

En þá er það spurning, af hverju bara menn sem meira mega sín? Leyfum líka minniháttar lágstéttarliði að kjósa í leyni, bjóðum því með líka.

Hvað um konur? Sumar konur ráða meira en karlar sem meira mega sín, aðrar konur ráða engu og hafa oftast ekkert málefnalegt til málanna að leggja. Það á reyndar við um minniháttar karlmenn, svo leyfum öllum konum að kjósa.

En ekki börnum? Nei, þau geta ekki gert upp hug sinn án beinna tengsla við sjónarmið foreldra sinna svo þau verða að vera ákveðið gömul áður en þau geta kosið! Annars sæjum við svo mikil áhrif frá útungunarvélum á stjórnunarhætti ríkisins. Spurning að negla niður aldurstakmark, t.d. 18 ára, þá er fólk orðið að sjálfstæðum manneskjum og oftast flutt að heiman og farið að stjórna sínu lífi óháð ættartengslum, svona í leynikosningum allavega.

Kjósum við um hvert einasta smáatriði? Nei, það er því miður ekki hægt, við myndum ekki gera neitt annað en að stjórna og kjósa í leyni. Svo við skulum hafa sérstakt fólk sem við kjósum til að ráða smáatriðunum. Við myndum sjálf ráða öllum meiriháttar málum í leynilegum kosningum, að því gefnu að sérstaka fólkið geti ekki komist að niðurstöðu eða vilji fá álit almennings.

Ok, þá er þetta komið? Nei, hver á að hafa eftirlit með því að þessir stallarar geri rétt? Jú, höfum gáfað fólk til að skera úr um öll álitaefni, (við skulum mæla gáfur eftir sérstökum prófum sem stallararnir útbúa).

Við veljum þá stallara í beinum kostningum. Þeir stjórna svo smáatriðnum fyrir okkur á meðan við verslum, elskum og slöppum af (tæmandi talning).

En hey... hvað eiga kóngarnir þá að gera? Eigum við að myrða þá? Já, við skulum gera það, þeir eru hvort eð er leifar af hnefaréttinum sem löngu er aflagður, er hann það ekki annars?

Höfum kóngana aðeins lengur inni, þangað til við áttum okkur á því hvort við viljum hafa þá eða ekki.

Þá er bara eitt eftir, hver á að búa til garðana, hallirnar og torgin? Varla stallararnir? Það verður að vera einhver sem er ríkur, einhver sem hefur hag af því að láta fólki líða vel. Kannski fræga fína fólkið? Eða kannski einhver sem fær stöðugar tekjur, nú fær kóngur bara það sem "við ríkið (stallararnir)" ákveðum. Svo hann á ekki peninga til að byggja stórhýsi og mannvirki til afslöppunar.

Kannski æðsti stallari? Nei, það væri óráð, þá yrðu kosningarnar bara vinsældarkosningar en ekki málefnalegur baráttuvöllur skoðanaskipta í uppbyggingu ríkisins.

Höldum bara einræðinu - Lengi lifi kóngurinn.

laugardagur, desember 10, 2005

Miss World 2005



Til hamingju.

sunnudagur, desember 04, 2005

Hæfileikinn til að breytast og tileinka sér nýjungar á nýtilegan hátt er það sem aðskilur Sigurvegarana frá hvor öðrum

Meiraðsegja kominn með MySpace.

Ég setti þetta á fót í þessari viðleitni - og til að vera töffaður. Nú hljóta stelpurnar að fara í tvöfalda röð.

Fór í gær í ræktina, ég hafði ekki farið í nokkrar vikur. Í WC er bílastæðavandamál, eins og annars staðar en sérstaklega mikil í WC. Ástæðan er að sá sem teiknaði bílastæðið er hálviti.

Ég er alltaf frekar hissa þegar augað á mér opnar hliðið, man ég bað sérstaklega um tímabundna áskrift á sínum tíma. En auðvitað rúllar þetta bara og rúllar á kortinu.

Fór á brettið, skíðabrettið - gleymdi reyndar höfuðheyrnartólum svo ég gat ekki hlustað á útför Georgs Best.

Eftir um hálftíma glápi á líkfylgdina fór ég stuttan hring um svæðið - þekkti ekki haus en náði að lyfta mér nokkrum sinnum svo ég hitnaði en svitnaði ekki. Svo horfði ég meira á sjónvarpið og aaaa gufa...

Af hverju étur maður mjólkurvöruna Boost? Ég fékk mér ávaxtasafa, ógeðslega súr.

Svo labbaði ég út... vissi ég hafði svindlað - þessi rækt taldist ekki með. Ég hef enn ekki farið í ræktina í nokkrar vikur.

laugardagur, desember 03, 2005



Það eina sem ég hugsa um er....

fimmtudagur, desember 01, 2005

Nýr dagur er það besta sem Faðir minn hefur skapað.