Þessi helgi verður besta helgi í heimi!
föstudagur, september 12, 2003
Johnny Cash er látinn 71 árs, en hann er einmitt einn af uppáhaldssöngvurum mínum. Lagið hans Ring of Fire er ansi smellið og til að heiðra minningu hans mun ég spila þetta lag(og mögulega fleiri) án afláts um helgina. Johnny Cash, takk fyrir allt og allt (En þetta er einmitt uppáhalds grafskrift mín af öllum sem fyrirfinnast í Kirkjugarðinum í Gufunesi).
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:44 |
Nick Cave er núna maðurinn sem ég hlusta mest á!!! Do you love me, do you love me. Do you love me, do you love me. Do you love me like I love you????????????
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:15 |
Hmm hver skyldi fá stöðu ríkissáttasemjara Ásmundur Stefánsson eða Kristján Pálsson???
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:09 |
fimmtudagur, september 11, 2003
11. september kominn enn á ný. Ég er þess fullviss, eins og Tommi vinur minn benti mér á fyrir 2 árum, að þessar árásir voru verk hægri öfgamanna í Bandaríkjunum.
Baggalútur á samt bestu setningar dagsins, samanber:
Í dag er alþjóðlegur frídagur hryðjuverkamanna.
Þá er hún Anna dáin. Stungin í kviðinn af sálsjúklingi, sænskum. Í stað allra þeirra erkifífla og fimbulbjálfa sem kúga hin ýmsu horn heimsins, umkringdir lífvörsluherjum og skotheldum múrum - skulu þeir sem voga sér að treysta náunganum og ganga meðal almennings sem jafningjar falla á jafn svívirðilegan hátt. Farðu í friði.
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:43 |
miðvikudagur, september 10, 2003
I'm starting with the man in the mirror. Vá þetta er geðveikt lag með Michael Jackson. Uppáhaldslagið mitt þessa stundina.
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:39 |
Ég hata Microsoft, getur einhver kennt mér á Linux??? Ég öskra örvæntingafullt á hjálp. Ég biðla til þín um aðstoð við að einfalda líf mitt. Hjálpaðu mér að hjálpa sjálfum mér...
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:49 |
Já, alveg rétt ég fór á Pablo á föstudaginn, ég hefði betur átt að sleppa því að horfa á allt þetta sem ég fann á netinu. Undanfarinn Bjarni (heitir hann það ekki) var helvíti góður sérstaklega þegar hann sagðist hafa farið til Ísrael að syngja fyrir innfædda, þá hló ég. En enginn annar hló og ég hélt að ég væri eitthvað skrítinn. Ekki lengi því Bjarni sagði "fjórir föttuðu þennan". Pablo getur gert allan fjandann með þessum raddböndum sínum og magnað þegar hann hljóðar hjartslátt. Sog fór ég beint á skrall í miðbæ og sog af stað klukkan 7:00 ósofinn í náttúruna, með riffil, haglara, veiðistöng og bjór.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:55 |
þriðjudagur, september 09, 2003
gaman að fá lög á heilann en best samt þegar maður kann bara eina setningu í laginu sem maður getur endurtekið án afláts eins og Im still alive yeeh yeeh yeeh. Why go home. your'e the devil in disguise. Nice day for a white wedding. I wanna hold your'e hand. Why can´t I get just one fuck. Fly me to the moon. Mig langar í partý og mig langar á ról. Hún fyllir fjögur baðkör. Allar stelpur úr að ofan. Don´t let me down don´t let me down.
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:52 |
Takmark bloggsins náðist í síðustu viku þegar bæði tilveran og batman beindu fólki á síðuna mína. Frá því um áramót hef ég hugsað um þegar fjöldin mun loks fatta bloggið og það gerðist í síðust viku. Mér líður ofsavel og aðeins eitt gæti látið mér líða betur!
Málið er bara að helvítis teljarinn birtist ekki alltaf þegar fólk fer inná síðuna, ef hann gerði það stæði um það bil 15.893 í gráa teljarakassanum, það er ég viss um. Á mánudaginn komu 50 gestir án þess að nein tenglasíða hefði hjálpað til við það. En á þriðjudeginum voru þeir 851. 646 opnanir áttu sér stað á miðvikudaginn. Mest gerðist þó á fimmtudaginn þegar 1284 sinnum var kíkt á síðuna og eftir það lá leiðin niður á við með 345 á föstudaginn. Helgin var róleg með um 50 manns á dag. Rétt að þakka öllum fyrir að hafa smellt á Idol tengt efni.
Nú þegar mínir elskulegu fastagestir snúa hingað aftur skelkaðir og ringlaðir eftir þessa geðveiki sem réð ríkjum í síðustu viku. Langar mig til að þakka þeim fyrir sinn þátt í þessu, því hvar væri bloggið mitt ef þið lesendur hefðuð ekki hvatt mig áfram í skrifum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:48 |
mánudagur, september 08, 2003
Hvenær er næsta Idol mig langar að fá annað tækifæri til að syngja........... helst strax. Ég er brjálaður! ergelsi
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:29 |
Helvítis strætó, af hverju getur leið 17 ekki verið við smáralind 10 mín yfir heila tímann í staðin fyrir 29 á kvöldin. Nú þarf ég að bíða í andskoti langan tíma eftir vinnu eftir þessum helvítis strætó, og svo annað ég þarf að bíða eftir fjarkanum í mjóddinni í 4 mínútur og þegar ég kem í ártún er ég búinn að missa af 110 og þarf að bíða í 27 mínútur eftir næsta strætó uppí Árbæ. Ég er brjálaður! arg
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:16 |
Af hverju kemur teljarinn ekki alltaf inn hvað er málið, ég er brjálaður! urg
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:59 |
Ég hitti Gunnar í Krossinum í Nóatúni um daginn, við stóðum báðir við kassann og hann spurði mig hvort malakoff pakkinn sem ég var að kaupa væri kvöldverðurinn. Ég sagði svo ekki vera því ég ætti líka dýrindis brauð og vatn sem myndu fæða hundruðir, malakoffið væri einungis bragðbæting. Þetta verður allavega ekki síðasta kvöldmáltíðin! Sagði ég og hló, en bætti við að ………..… æi hvern er ég að plata ég sagði bara við hann „nei ég á brauð og ost með þessu líka“. Snaupur yfir orðvöntun minni smeygði ég mér útum rennihurðina og datt áðurnefnd setning í hug en þá var hurðin á bak aftur. En djöfull hefði verið gaman að guðlastast aðeins í Gunnari í Krossinum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:56 |
fimmtudagur, september 04, 2003
Litla systir mín gekk í svefni í fyrrinótt, ég var við það að festa svefn þegar ég sá hana rölta fram á gang. Ég rýk framúr til að koma í veg fyrir að hún fari að leika sér með steikarhnífa eins og hún gerði um daginn. Það er svakalegt að horfa uppá manneskju ganga í svefni, þetta var ekkert Auður sem stóð þarna heldur einhver allt önnur með sitt eigið sjálfstæða líf. Ég reyndi á snaggaralegan hátt að koma í veg fyrir að hún kæmist inní eldhús og beindi henni inní stofu, þar settist hún í sófann og fór að stara útí loftið tók síðan teppi og setti það yfir sig og byrjaði þessa svaka ræðu um einhvern sem skal gjöra svo vel að drulla sér inní strætó. Svo allt í einu sér hún mig og ég sturlast úr hræðslu, hún stendur upp og röltir inní herbergi og sofnar í rúminu sínu. Datt í hug að segja ykkur frá þessu þar sem þetta er jú mín bloggsíða.
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:04 |
miðvikudagur, september 03, 2003
Ég sé ekki eftir neinu. Takk www.tilveran.is alltaf gaman að auka hamingjuna í heiminum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:46 |