Takmark bloggsins náðist í síðustu viku þegar bæði tilveran og batman beindu fólki á síðuna mína. Frá því um áramót hef ég hugsað um þegar fjöldin mun loks fatta bloggið og það gerðist í síðust viku. Mér líður ofsavel og aðeins eitt gæti látið mér líða betur!
Málið er bara að helvítis teljarinn birtist ekki alltaf þegar fólk fer inná síðuna, ef hann gerði það stæði um það bil 15.893 í gráa teljarakassanum, það er ég viss um. Á mánudaginn komu 50 gestir án þess að nein tenglasíða hefði hjálpað til við það. En á þriðjudeginum voru þeir 851. 646 opnanir áttu sér stað á miðvikudaginn. Mest gerðist þó á fimmtudaginn þegar 1284 sinnum var kíkt á síðuna og eftir það lá leiðin niður á við með 345 á föstudaginn. Helgin var róleg með um 50 manns á dag. Rétt að þakka öllum fyrir að hafa smellt á Idol tengt efni.
Nú þegar mínir elskulegu fastagestir snúa hingað aftur skelkaðir og ringlaðir eftir þessa geðveiki sem réð ríkjum í síðustu viku. Langar mig til að þakka þeim fyrir sinn þátt í þessu, því hvar væri bloggið mitt ef þið lesendur hefðuð ekki hvatt mig áfram í skrifum.
þriðjudagur, september 09, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:48
|