mánudagur, september 08, 2003

Ég hitti Gunnar í Krossinum í Nóatúni um daginn, við stóðum báðir við kassann og hann spurði mig hvort malakoff pakkinn sem ég var að kaupa væri kvöldverðurinn. Ég sagði svo ekki vera því ég ætti líka dýrindis brauð og vatn sem myndu fæða hundruðir, malakoffið væri einungis bragðbæting. Þetta verður allavega ekki síðasta kvöldmáltíðin! Sagði ég og hló, en bætti við að ………..… æi hvern er ég að plata ég sagði bara við hann „nei ég á brauð og ost með þessu líka“. Snaupur yfir orðvöntun minni smeygði ég mér útum rennihurðina og datt áðurnefnd setning í hug en þá var hurðin á bak aftur. En djöfull hefði verið gaman að guðlastast aðeins í Gunnari í Krossinum.