Litla systir mín gekk í svefni í fyrrinótt, ég var við það að festa svefn þegar ég sá hana rölta fram á gang. Ég rýk framúr til að koma í veg fyrir að hún fari að leika sér með steikarhnífa eins og hún gerði um daginn. Það er svakalegt að horfa uppá manneskju ganga í svefni, þetta var ekkert Auður sem stóð þarna heldur einhver allt önnur með sitt eigið sjálfstæða líf. Ég reyndi á snaggaralegan hátt að koma í veg fyrir að hún kæmist inní eldhús og beindi henni inní stofu, þar settist hún í sófann og fór að stara útí loftið tók síðan teppi og setti það yfir sig og byrjaði þessa svaka ræðu um einhvern sem skal gjöra svo vel að drulla sér inní strætó. Svo allt í einu sér hún mig og ég sturlast úr hræðslu, hún stendur upp og röltir inní herbergi og sofnar í rúminu sínu. Datt í hug að segja ykkur frá þessu þar sem þetta er jú mín bloggsíða.
|