Svo fór ég náttúrulega í bað fyrst stemmingin var svona. Passaði bara að vatnið væri nógu heitt og gvöð það var svo afslappandi. Ég ætlaði að fá mér sápu þegar ég tók eftir því að einhver hagkvæmur hafði vatnsblandað hana til að drýgja hana, ég hata svoleiðis þá fær maður kaltvatn yfir allan lófann í staðin fyrir þetta mjúka krem. Síðan sofnaði ég næstum meðan ég beið með hárnæringuna í hárinu.
Núna get ég varla beðið eftir að geta skafið bílinn minn, ætla að klæða mig vel og taka langann tíma í það. Láta bílinn ganga á meðan svo hann verði heitur þegar ég tek af stað...
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 12:14
|