þriðjudagur, apríl 08, 2003

Það verður að segjast að mér var allveg sama þó miðinn væri eitthvað svindl, því stelpan sem afgreiddi mig hefur örugglega bara átt eftir að fylla uppí öryrkjakvódann á sýninguna, það eða það hefur verið líkaminn. En þegar ég öskraði, nei við förum ekki í sjoppuna við erum að missa af byrjuninni, í slow motion rödd. áttaði ég mig á því að ég hafði sparað hva 600 kall. ákvað ég að fara í hléinu. En vá eftir þetta labb kom hápunktur kvöldsins. Þegar ég rauk inní salinn og hrinti hjólastólakonunni til að komast framfyrir hana sá ég að salurinn var við það að fyllast og nú þyrfti hermaðurinn í mér að sýna sig ef ég ætti að fá sæti fyrir miðju. ég notaði nætursjónina og sá tvö sæti í 7 aftasta bekk en til þess að ég gæti nýtt mér þau hlið við hlið þyrfti ég að færa fólk til. Ég byrjaði á því að spyrja elskulegt par sem sat við endann hvort sætið við hlið þeirra væri upptekið, nei nei sagði kurteisi strákurinn greinilega moldríkur enda sá ég þegar sýningin var búinn að hann ók á brott á Benz. Já já flott 1 sæti komið sagði hausinn við sjálfið. Ok það er annað sæti þarna handan þessara tveggja gaura best að spyrja þá hvort ekki væri í lagi að færa sig einn rass svo ég gæti notað sætin. Svo ég spurði gaurinn sem ekki hafði farið í klippingu ansi lengi og greinilega ekki eins ríkur og fyrri gaurinn, sem átti rosa flotta kærustu meðan ég man, hvort hann og elskhuginn gætu nokkuð fært sig um heilann rass. Eftir að ég hafði sleppt orðinu kom tímalykkja í hugsun mína og fékk ég flashback til þess tíma er ég var að lesa sjálfstætt fólk og Bjartur var nýbúinn að hrekja Ástu Sóllilju frá sér útaf því hún var ólétt. Heyrðu gaurinn svaraði mér með því að segja þurrt nei. þurrt nei