Hvað á maður að gera í svona málum það er ekkert hægt að gera nema segja ha og aftur ha en jafnvel þá er ekki útséð með beitingu ofbeldis. Ég áttaði mig ekki á svarinu enda var gaurinn aumingjalegur útálandigaur, svo ég sagði hátt svo allir í bíó heyrðu, HA viltu ekki færa þig, , af hverju ekki?, Feiti vinur subbulega gaursins hnippti í óklippta manninn og sagði hey meðan hann stóð upp og færði sig. Ég hafði þá fengið ansi stórann skammt af adrenalíni svo ég skalf allur og sagði við snyrtilega ríka gaurinn með ofsafínu kærustuna, maður er bara maður veit ekki hvað gerðist, og kærastan kinkaði kolli. flestir í bíó voru hissa í andlitinu og greinilegt að þetta er í fyrsta skipti fyrir alla þarna inni. Ég þakkaði útálandigaurnum fyrir að hafa fært sig en hann svaraði engu ég settist þá bara og horfði síðan á konuna í hjólastólnum taka sér stöðu við endann og myndin byrjaði.
Skítugi gaurinn var ekki af baki dottinn og í eitt skiptið þegar ekkert hjóð var í salnum heyrði ég hann segja, huh maður búinn að koma ógeslega vel fyrir og þú veist bara færa sig.
þriðjudagur, apríl 08, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:34
|