Nýja Ísland
þriðjudagur, október 21, 2008
Skrifað af Jon Minn klukkan 10:24 |
fimmtudagur, október 02, 2008
Úff google að standa sig. Google sendir svo mikið af liði inn á þessa síðu. Fólk googlar "Jón Stóra" í tíma og ótíma, ég hefi aldrei verið kallaður þetta en fann samt góða mynd af mér við leitina.
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:05 |
mánudagur, júní 16, 2008
miðvikudagur, maí 07, 2008
Þeir segja að bloggið sé dautt. Það er að vissu leiti rétt en samt ekki.
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:54 |
fimmtudagur, apríl 24, 2008
laugardagur, apríl 12, 2008
mánudagur, apríl 07, 2008
miðvikudagur, apríl 02, 2008
Ég er með sögu að segja, safnist um mig
How I Met Your Mother Eru æðislegir þættir, fyrsti þáttur hér.
Balaton vatn er æði, farið þangað. Ég nenni ekki að skrifa ferðasöguna en Bryndís datt af gölnum hesti, sjá mynd af random Ungverskum hestum.
Svo var Blátt Lón þarna en það var kalt, googlið Heviz lake.
Svo er allur matur snilld, prófið það sem þið kannist engan vegin við af matseðlinum, nema fisk.
Þarna var hellir sem hægt var að sigla um undir einum bænum við vatnið.
Vínkjallari.
Fullt af öðru sem ég man ekki. Núna er ég bara að horfa á how i met your mother, reyndar tætti ég alla þættina í mig síðustu 2 daga.
Svo kannski byrja ég að læra
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:10 |
sunnudagur, mars 16, 2008
fimmtudagur, mars 13, 2008
Today the rain came down sideways just like back home.
Er að prófa að blogga á ensku, ætla að byrja á þessari setningu, kannski verða næstu útlensku erlensku setningar skemmtilegri. Við getum bara wait and find out.
Leiðinlegt að hjóla í svona rigningu, langar næstum að fá mér strætókort. En reyndar herðir það mann að hjóla við erfiðar aðstæður. Ég mun þó aldrei hjóla brekkur nema einu sinni hverja.
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:34 |
mánudagur, mars 10, 2008
Idiocracy
Það verða allir að sjá þessa mynd. Hún fjallar um framtíðina eins og verður vafalaust.
Traustvekjandi peningar framtíðarinnar.
That's what I am talking about.
Sjónvarpsefni framtíðarinnar.
Engin ástæða til að taka auglýsingahlé því auglýsingarnar eru hvort eð er alltaf á skjánum.
BRAWNDO
Svo er öllu skolað niður með Brawndo.
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:34 |
föstudagur, mars 07, 2008
Ég er orðinn harður fylgismaður þess að Vetni verði orkugjafi framtíðar.
Metan og lífrænn massi er einungis annað nafn á olíu og kolefnisorkugjöfum ásamt því að skapa sama CO2 losununarvandamálið.
Vonandi verður þetta þannig að maður keyrir vetnisbílinn sinn að orkustöðinni og þar er vatn á tank eða vatn úr á tengt við rafmagnslínu sem efnagreinir vatnið um leið og því er dælt á bílinn.
Fékk hugmyndina hjá http://svavarjonatans.blog.is/blog/svavarjonatans/.
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:47 |
miðvikudagur, mars 05, 2008
Fór á leikinn í gær á Glaða Grísnum. Manchester 1 - Lyon 0.
Er búinn að fara mikið á fótboltaleiki undanfarið því strákarnir eru ManU fanatiks. Sjálfur er ég Swindon maður en í rauninni lítið fyrir að fylgjast með íþróttum. Á meðan aðrir tjá sig yfir byrjunarliðinu hugsa ég fyrst og fremst um nöfnin á gaurunum og hvaðan þeir eru.
Reyndar er ég harður FCK maður en það er ekki enska deildin.
Það er alltaf spurning hvort maður verður formlegur stuðningsmaður einhvers af þessum liðum sem eru alltaf í sjónvarpinu eða ekki. Swindon komust í sjónvarpið 2003 á móti Leeds í einhverjum bikarúrslitaleik en ég vissi ekki af því fyrr en mánuði seinna.
Ætti maður að "velja" annað lið og jafnvel fara í búning? Ég veit það ekki en eitt er víst, ég mun aldrei halda með Stoke.
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:13 |
laugardagur, mars 01, 2008
Róður
Datt í hug í gær að fara í 10000m í stað vanalega 5000m.
Ég varð var við skrýtna tilfinningu, þegar maður situr svona mikið kjur á rassgatinu getur maður fengið skrýngilega tilfinningu. Til að gefa fólki smá vísbendingu um hverskonar tilfinningu þá hugsaði ég ekki um annað en Líkþorn og Legusár síðasta tvo og hálfa kílómetrann.
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:16 |
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Það er ekki hægt að nota tölvurnar í skólanum án þess að taka eftir auglýsingum frá FRIPRINT - print free forever.
Þeir eru semsagt með sérstakan prentara útum allt og hægt er að prenta frítt úr. Ég greip tækifærið þegar átti að skila ritgerð í þríriti, tæplega 40 blaðsíður eru vanalega dýrari en durum kebab.
En haha þetta voru bara MAX 20 bls þannig ég náði bara að prenta út eitt afrit.
Svo úff, þegar ég sá útprentunina er litprentuð auglýsing frá hinum ýmsustu fyrirtækjum á baksíðunni. Ég velti því fyrir mér stundarkorn hvort hinn skrifræðislegi heimur CBS myndi ekki segja það væri ófullnægjandi að skila ritgerð prentaðri á slík blöð. Tók ekki sénsinn og prentaði restina á venjulegu verði.
Enginn á bókasafninu vissi neitt um hvort það mætti eða mætti ekki skila ritgerð á frípappír. Þegar ég skilaði ritgerðinni datt mér í hug að spyrja aftur. Þar sem enginn hafði velt því fyrir sér hjá rigerðamóttökuskrifstofunni heldur stakk konan uppá að hún fengi fría afritið hjá mér til að spyrja THE STUDY BOARD.
Ég stuðlaði semsagt að gáfaðari heimi í dag, ef vitsmunaleg niðurstaða fæst í þetta sem bókasafnsverðir verða meðvitaðir um. Svona þegar næstu fyrirspurnir koma:)
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:16 |
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
People need to be reminded more often than they need to be instructed.
Samuel Johnson
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:42 |
mánudagur, febrúar 25, 2008
Fór í strætó um daginn, ákvað að standa í stað þess að setjast. Oftast og sífellt vegna þess það er svo mikið af yndislegu gömlu fólki að ferðast með.
Mitt á milli þess sem ég horfði út og niður á gólf tók ég eftir því að allir voru svo glaðir í strætó þennan daginn, jafnvel ég segi þau voru brosandi flest.
Mikið var gaman að hafa svona marga káta í strætó, fór ég að hugsa um hvað það væri gaman ef mixtúran í strætó heima væri góð ef þetta væri svona þar...
En jæja nóg um það, ég fattaði það í miðri strætó ferð, um það leyti er ég fór framhjá Statens Museum for Kunst hver ástæða kátínunnar var.
Ég var með mjög svo opna buxnaklauf, einungis efsta tala hneppt og sýnilegar 4 tölur. Ég hreyfði mig ekki, ekki fyrr en ég þurfti að fara út, hélt takmörkuðu "vissi ekki af því" kúlinu. Bjó án efa til góða sögu fyrir fólkið til að segja í vinnunni eða á blogginu sínu.
Sagði þessa sögu svo í tíma seinna um daginn. Fólkið hló.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:42 |