miðvikudagur, mars 05, 2008

Fór á leikinn í gær á Glaða Grísnum. Manchester 1 - Lyon 0.

Er búinn að fara mikið á fótboltaleiki undanfarið því strákarnir eru ManU fanatiks. Sjálfur er ég Swindon maður en í rauninni lítið fyrir að fylgjast með íþróttum. Á meðan aðrir tjá sig yfir byrjunarliðinu hugsa ég fyrst og fremst um nöfnin á gaurunum og hvaðan þeir eru.

Reyndar er ég harður FCK maður en það er ekki enska deildin.

Það er alltaf spurning hvort maður verður formlegur stuðningsmaður einhvers af þessum liðum sem eru alltaf í sjónvarpinu eða ekki. Swindon komust í sjónvarpið 2003 á móti Leeds í einhverjum bikarúrslitaleik en ég vissi ekki af því fyrr en mánuði seinna.

Ætti maður að "velja" annað lið og jafnvel fara í búning? Ég veit það ekki en eitt er víst, ég mun aldrei halda með Stoke.