Fór í strætó um daginn, ákvað að standa í stað þess að setjast. Oftast og sífellt vegna þess það er svo mikið af yndislegu gömlu fólki að ferðast með.
Mitt á milli þess sem ég horfði út og niður á gólf tók ég eftir því að allir voru svo glaðir í strætó þennan daginn, jafnvel ég segi þau voru brosandi flest.
Mikið var gaman að hafa svona marga káta í strætó, fór ég að hugsa um hvað það væri gaman ef mixtúran í strætó heima væri góð ef þetta væri svona þar...
En jæja nóg um það, ég fattaði það í miðri strætó ferð, um það leyti er ég fór framhjá Statens Museum for Kunst hver ástæða kátínunnar var.
Ég var með mjög svo opna buxnaklauf, einungis efsta tala hneppt og sýnilegar 4 tölur. Ég hreyfði mig ekki, ekki fyrr en ég þurfti að fara út, hélt takmörkuðu "vissi ekki af því" kúlinu. Bjó án efa til góða sögu fyrir fólkið til að segja í vinnunni eða á blogginu sínu.
Sagði þessa sögu svo í tíma seinna um daginn. Fólkið hló.
mánudagur, febrúar 25, 2008
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:42
|