föstudagur, apríl 28, 2006

föstudagur, apríl 21, 2006

Ég er í stuði. Stórt blogg í vændum.

1. Málfar í sjoppum
2. Nýjir bílar og drulla
3. Nám og vinna
4. Fátækt og sparsemi orðin kúl?
5. Litróf húðarinnar í kulda og trekk
6. Gengi erlendra gjaldmiðla óháð íslensku krónunni
7. MSN vinir sem þú ert hættur að tala við í alvörunni
8. Meðalgreind og Post-it miðar

Shitt mikið = hef þetta í stikkorðastíl

1. Ég ætla að fá eina með öllu, bara í gömlu sjoppunum. Núna er maður á bensínstöð og setur sósuna sjálfur en er boðið að fá "Báða laukana"?!? whats up with það maður. Málfarslega vitlaust. Réttara væri að segja... "Viltu fá hráan, steiktan eða bæði?" Útrýmum þessari heimskulegu samtíma slettu.
2. Ég á glænýjan bíl og hann er drullugur, hvenær á maður að bóna og hvenær má maður þrífa massíft?
3. ömm
4. Steini vinur minn segir að nýjustu frasarnir séu "Ég á ekki aur" og "Ég er fátækur námsmaður"
5. Maður fölnar í skammdegi en getur samt litað sig með tækninni. Er það ásættanlegt?
6. Ætli sé mikið flökt milli Evru og Dollars?
7. Ég á fullt af msn vinum sem eru bara þarna á msn en aldrei yrði ég á þá lengur. Ætli það sé ekki mér að kenna, ég er orðinn svo asskoti þurr á manninn.
8.

föstudagur, apríl 14, 2006

Loksins kominn á nýjan bíl.

Það eina sem vakti furðu mína eftir rúmlega mánaðarfjarveru var verðið á bensíni. Það er varla maður hafi efni á að fara ökuferð útfyrir árbæinn. En hvað er hægt að gera? Það verður einhver að græða. Ég fjárfesti í olíufyrirtæki um daginn og sé svo sannarlega ekki eftir því núna. Bráðum verður ráðist inn í Íran og þá verður allt brjálað og við náum loksins valdi á allri olíunni.

Þetta var nú leiðinlegt blogg.

Kannski ég endursýni bara gamalt blogg næstu mánuði...?!?

15. janúar 2003

Ég fór nefnilega í kvikmyndahús milli jóla og nýárs á hina mestu mynd um Hringadróttinssögu. Við byrjum í Smárabíó þar sem tilkynnt var að uppselt var á allar sýningar þá um daginn en í staðin fyrir að gefastu upp og fara heim keypti ég miða á sýningu niður í Regnbogabíó hóf síðan ferð mína þangað og jú það stóð heima miðinn gekk að húsinu og fékk ég og minn vinur aðgang inn. Alllangt var í sýningu svo ég ákvað að setjast í svotilgerða biðstofu með hörðum stólum og ókeypis rusl lesefni til að láta tímann líða en fyrr en varði hröðuðum við okkur inn í sal og ekki var það seinna vænna því allmörg sæti voru þá þegar í notkun en fengum við samt fín sæti rétt við miðju. Síðan tók við hálftíma bið eftir þar sem ekkert gerðist nema hversdagstal. Að vísu fylgdist maður með fólki raða sér í salinn sem var allur setin tuttugumínútum fyrir áætlaðan sýningartíma. Auglýsingar hófu sýningar fimm mínútur í sýningu og sýnishorn úr minna þekktum myndum fylgdu þar á eftir í tímaleysinu sem leið í eftirvæntingu eftir hinni einu mynd. Hún byrjaði og getur fólk lesið gagnrýni um hana útum allt ég hef ekki einbeitingu í að skýra frá henni. Þegar komið var að hléinu ákvað ég og mín vinstri hönd að moka fé úr vösum og fengum okkur sitthvorn nachos bakkann með heitri ostasósu sem áætlað var að éta áður en farið var í vaskaherbergið og skolað af höndunum skítinn. Eftir það biðum við í röð og fengum okkur risa popp og risa kók plús frostpinna og bingókúlur. Síðan var hafist handa við að rogast með draslið í sætin. En þá var köttur í bóli bjarnar og eitthvað par sat í sætum okkar og við bentum liðinu á að það sæti í sætunum okkar á meðan ég leit í kringum mig svona til að fullvissa mig um staðsetninguna jú þarna er gaurinn með skeggið og þarna er feita konan jú þetta eru sætin okkar. Nei, sagði gaurinn, ég sit hérna sagði hann, nú nei ég sat hérna og þetta er gosdallur vinar míns ha gosdallur vinar þíns helduru að það skipti einhverju máli skrækti ólétta unnustan í sætinu okkar, það eru gosdósir útum allt af hverju skildiru ekki eftir jakkan þinn, jakkann minn sagði ég og staulaðist til að segja að ég óttaðist að ef ég hefði gert það hefði hann farið sömu leið og sætið mitt. Þau stóðu á fætur og ég og Andri settumst í réttmæt sæti okkar en þetta var ekki búið því að þá hófu þau árás á sætin við hliðana og sögðu með hæðnistón hver á þennan gosdall meðan gaurinn tók upp lítið pappaglas og hélt uppí loft. Það er ekki hægt að skilja eftir popppoka í sæti og ætlast til að það sé í pant eða eru kannski númeruð sæti andskotarnir ykkar skrækti ólétta konan hátt. Þá var farið að hitna undir úlpunni minni og flestra í kringum okkur fólkið fyrir aftan hóf upp orðastórsókn gegn boðflennunum og reynt var að tala um fyrir þeim að þau gætu ekki bara sest í einhver sæti þau væru öll upptekinn, Upptekinn nei það er ekki ég keypti miða hingað inn og það skal finnast sæti fyrir mig, hljóðlaust urrg fannst innan úr brjósti gaursins. Fólk var farið að týnast aftur inn og settist markvisst í einhver sæti á meðan það hlustaði á þetta skringilega rifrildi. Þú verður bara að sitja fremst það eru laus sæti þar mannfýla sagði feita konan. Fremst við viljum ekki sitja fremst sögðu þau önug og ekki ánægð með hlutskipti sitt. Þá datt Andra sú snilldarhugmynd í ljós að benda fólkinu á að setjast þar sem þau sátu áðan. Áðan, öskraði ungi maðurinn um leið og hann áttaði sig á því að hann var kominn inn í miðja sýningu. Guð hvað hann skammaðist sín, byrjaði á því að vara óléttu konuna við því að segja eitt orð í viðbót til að fá sæti í salnum. Hún var alveg að fara að segja ég ætla bara að sitja hér og hananú. Maðurinn sem byrjaður var að skammast sína tautaði, ég bið forláts ég bið forláts ég bið forláts. á meðan hann fikraði sig í gegnum þvöguna og útúr salnum og skildi óléttu konuna eina eftir til að bjarga sér út. Þögn ríkti í salnum og gremja yfir þessari veruleika ásýnd svo nálægt heim Myndarinnar. En hún byrjaði aftur sem betur fer og allt fór vel að lokum fyrir okkur. Ekki tók ég eftir útliti fólksins svo ég mun örugglega ekki geta horft á það í margmenni og kannski er það vel. Endilega ef þið kannist við fólkið eða eruð söguhetjur sjálf vil ég þakka ykkur fyrir lífsreynsluna. Takk fyrir að lesa svona langt.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Ég leysti lífsgátuna um daginn

Ég spurði Bókina með svörin hver væri tilgangur lífsins og opnaði þar sem stóð

ÞÚ VERÐUR AÐ VERA SVEIGJANLEGUR

Ætli þetta sé ekki bara rétt?

miðvikudagur, apríl 12, 2006

mánudagur, apríl 10, 2006

Ég hef verið blekktur. Sakleysi mitt er ekki lengur algjört. Þessu verður ekki unað.

Meira seinna.

laugardagur, apríl 08, 2006

Ég er fokking búinn að kaupa mér bíl... og haldiði síðan öll kjafti...

Fæ hann með bylgjupappanum á + Plastfilmu yfir öllu saman eins og símar koma með!!! Það fyrsta sem ég geri er að skafa JF á húddið... til að merkja mér hann almennilega..

Setti allan smekklegan aukabúnað beint inn... iPod tengið á eftir að reynast vel. Ljósið í fótarýminu mun vekja aðdáun. Þarf að læra á bakkskynjarann en það kemur... + allskonar rugl skammstafanir...

Meira meira meira meira get ekki hætt....

föstudagur, apríl 07, 2006

Dear Sir og Maddam

Due to conflicts, this weekend will no longer undertake a trip to the gym.

We will be showing some abs next monday.

JF

ps ég er orðinn veikur fyrir...

sunnudagur, apríl 02, 2006



Ég er hress... sumarið er alveg að koma... ég er sáttur... þarf samt að tala við nokkra... hmm já þú...

Helgin, ég er orðinn svo lélegur. horfði heldur á tivó (held það sé þegar maður horfir á marga þætti allt að seríu í einni bunu) ... ég er góður í tívó... ég hef svo mikla þolinmæði og einbeitingu...

svo á ég líka þráðlausa mús. þráðlaus heyrnartól, þráðlaust net og fartölvu.. Ég vil nefnilega ekki festa mig við neitt.

Ég þoli ekki langtímaplön... ég er bara svo alltof góður í þeim.

Næsta mál á dagskrá.. orðið frekar aðkallandi er bíll.. er ekki búinn að velja milli



eða



Þar sem ég get ómögulega ákveðið sjálfur, verðið þið að ákveða.

Svog er ég líka með möguleg kaup á video iPod í huga... verð bara að réttlæta kaupin á hinum iPodnum fyrst... :)

laugardagur, apríl 01, 2006

Vá ég verð að segja ykkur... það er allt að gerast...

Allir sem þekkja mig vita að ég er stór.

Allir sem þekkja mig vita líka að ég stunda ekki körfubolta.

Um daginn ákvað ég hins vegar að fara á æfingu og athuga hvort eitthvað væri hægt að gera úr mér. Fór á æfingu hjá Breiðablik og komst að því að ég er ekkert svo slæmur. Það var nokkuð góður andi og ég var manaður uppí troðslur og eitthvað blokk batl (hindra skot). Ég rústaði því auðvitað og svo voru menn að tala um hvað ég gæti vísast ekki skotið þriggja stiga... að sjálfssögðu gat ég skotið þriggja stiga... ég hitti 8 af 10. Það var bara einhver stubbur sem náði öllum og vann því það veðmál.

Kom mér svolítið á óvart að þarna voru menn í jakkafötum (ekki samstarfsmenn mínir), nánar tiltekið voru það asíubúar. Þeir voru að fylgjast með. Maður frá Orkuveitu Reykjavíkur var á svæðinu til að túlka eða eitthvað með þeim. Gaurinn frá OR, Hreinn Guðmarsson, kallaði mig til sín og kínverjanna. Þetta voru víst fulltrúar frá íþróttanefnd alþýðulýðveldisins kínverska, hér á landi við að finna efnilega körfuboltamenn til að spila með í kínversku körfuboltadeildinni. Þeim vantaði mann til að spila með liði Guangzhou, rétt hjá Hong Kong.

Ég er að fara 2ja vikna ferð núna um Páskana, fer á morgun og kem aftur 23. Páskadag, til að kíkja á aðstæður og skrifa undir ef mér líst á:) Veit samt ekkert hvort mig langi þetta, en af hverju ekki að fara í ferð !?!

Það verður Kveðjupartý heima hjá mér í kvöld, komið með eitthvað á grillið... Ég á klaka;)

Ein besta minning mín er af þeirri stund er um 50 manna hópur sumarstarfsmanna í Kirkjugarðinum í Gufunesi valdi mig starfsmann vikunnar og klappaði mér og nánast hyllti fyrir partýstand og hvað eina sem ég gerði það yfirlíðandi sumars.

Ég varð klökkur... meiraðsegja enn við að rifja þetta upp...

Langaði bara að deila þessu með ykkur:)

sunnudagur, mars 19, 2006

Síðustu vikurnar hef ég ferðast um á Strætó. Þar eð bíllinn er enginn.

Það er nokkuð stresslosandi að sitja í strætó með iPodinn sem ég hef ekki notað af viti fyrr en í þessum nýju strætóferðum. Það sem fylgir þessum löngu stjórnlausu ferðum er líka mikill þankagangur, þ.e. maður hugsar mikið. Til dæmis hugsar maður, af hverju er ekki undirgöng með lest undir miklubraut? Af hverju er ekki Fréttablaðið í strætó. Af hverju syngur maður ekki með tónlistinni eins og í bílnum? Af hverju er verið að búa til vandamál með stöðu mála í Íran? Af hverju eru kínverjar að fjárfesta í Afríku? Af hverju var malbikið á strætó akreininni haft rautt? Af hverju er ekki ókeypis í strætó? Af hverju keypti ég mér ekki video iPod. Af hverju skrifaði Sandy undir blaðið fyrir Ryan? Af hverju er ungt fólk í meirihluta öllum nýjum atvinnugreinum? Af hverju er sagt að fólk geti ekki lært ný tungumál á gamals aldri? Af hverju er svona mikið skrýtið illa lyktandi fólk í strætó?

Sjávarkjallarinn í gær, Bautinn næstu helgi

miðvikudagur, mars 01, 2006

Peter Crouch er stolt stóra mannsins... ég ætla rétt að vona að England vinni HM 2006 og Peter Crouch skori sigurmörkin í öllum leikjunum.

Over

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Ég er búinn að vera með þessa síðu í 3 ár núna, Fyrsta færsla mín endar á þessum orðum "...ef þessi síða endist eitthvað hjá mér."

Fyrst var ég orðheppinn og snjall. Allir sögðu mér síðan væri fín.
Svo bætti ég við myndasíðu og dró úr skrifum. Allir sögðu mér myndirnar væru sagnfræði.
Svo hætti ég að bæta við myndum og fór að skrifa um eitthvað sem enginn nennir að lesa um. Allir sögðu mér ekki neitt því flestir eru hættir að lesa síðuna.

Ég vil halda áfram með síðuna og eins og ég hef sagt áður þá mun bloggið verða óáreiðanlengt frammí fingurgóma til eilífðar, það breytist ekki.

Það sem mætti breytast eru komment... ég elska að lesa komment... komment hvetja mig til að skrifa. Því hef ég ákveðið til samræmis við setninguna mína hér að ofan að byrja að kommenta á allt og alla um allt og allt...

Viva las Vegas. Svo er mér sagt það sé Out að blogga???? Eða svo ég vitni í 4 ára strák sem sagði að bolluvendir hefðu verið hipp og kúl í "gamla daga" þá var bloggið hipp og kúl í gamla daga... Í dag er það frammistaðan í kjötheimum sem gildir:)

laugardagur, febrúar 25, 2006

Sæl

Útskrift hjá Agnari í kvöld. Glænýr Stjórnmálafræðingur bætist í umræðuhópinn í Silfri Egils. Hvað ætli líði langur tími þangað til Agnar verði boðaður í morgunverðaumræður og helgarhádegi í sjónvarpinu?

kv, JF

mánudagur, febrúar 13, 2006

Góðir lesendur

Hvar er nýji færibanda Sushi staðurinn?

Ég held að Google sé ekki nógu góð leitarvél, skilar ekki alltaf þeim niðurstöðum sem mann vantar. Eins og áðan var ég að leita að einhverju í sambandi við "Kröfur Nútímans" en fann ekkert sem hægt var að byggja á. Greinilegt er að Google metur ekki upplýsingar. Í gamla daga gastu ekki gefið út efni nema þú værir mjög gáfaður (ríkur) eða værir mjög gáfaður og fyndir þér ríkan mann til að gefa efnið út. Nú til dags geta allir tjáð skoðanir sínar og skrásett það með aðgengilegum hætti. Þetta þýðir að það er til einskis að leita að einhverju því þegar þú finnur það eru allir bjánar í heiminum búnir að skrifa býsnin öll að vitleysu um það atriði og maður þarf að byrja á því að feta sig í gegnum það, sem er heljarvinna sem leitarvélin ætti að vinna fyrir mann.

Sá Tinnu Alavis aftur um helgina, hún er víst að elta mig þessa dagana. Ég er samt svo óheppin, hún er annaðhvort hinum megin við lestarteinana, glerið, ánna, sjónvarpið, tölvuskjáinn eða í öðrum bíl svo ég hef ekki getað sagt henni brandara eða hvað sem ég geri sem gerir stelpur æstar í mig.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Hvar er undirskriftarlistinn "Björgum þátttökurétti Silvíu"?

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Nýjustu tækni og vísindi: Neytendamál Internetsins.

Símafyrirtæki eitt í Frakklandi hóf í síðustu viku að bjóða viðskiptum sínum uppá að senda tölvupóst sín á milli endurgjaldslaust, en hingað til hefur kostað um 10 íslenskar krónur að senda hvert skeyti (email). Ástæðan fyrir gjaldinu hingað til hefur verið að kostnaður við viðhald og uppihald á póstþjónum, er íþyngjandi fyrir fjarskiptafyrirtæki.

Fyrirtækið sem um ræðir, Courrier d'Internet, verður þó ekki af neinum tekjum því að miklu leiti er um breytingu á gjaldskrá að ræða. Aðspurður sagði talsmaður fyrirtækisins að ástæðan væri einfaldlega sú að utanumhaldið með því hversu mikill póstur væri sendur frá hverjum notanda og hversu mikil gögn að meðaltali fylgja þessum sendingum væri íþyngjandi rekstrinum. Betra væri að rukka mánaðargjald, auk þess væru neytendur ánægðir með breytinguna. En umrætt félag sérhæfir sig í sölu á hugbúnaði til að senda og fanga tölvupóst en hefur farið halloka í samkeppni við Soit, tölvudeild Standart Oil. Talsmaður Soit lét hafa eftir sér á vörusýningu nú um helgina að gersamlega glórulaust sé fyrir frakkana að brydda uppá þessari breytingu, það væri hreinlega alltof dýrt að gefa þessa þjónustu. Þrátt fyrir það býður Póstur & Sími öllum sínum viðskiptavinum helmingsafslátt af tölvupóstsendinum milli 18 og 21 virka daga í allt að 4 fyrirfram skráð tölvupóstföng, að hámarki 2svar á kvöldi. Meðalmaður sem sendir um 4 tölvupósta á dag eyðir um 14.000 á ári.

Þróun internetsins hefur verið frekar hæg undanfarin ár, eftir mikla tæknibólu í kringum 1980 þegar vísindamenn og tölvarar komu fram á sjónarsviðið með samskiptastaðal til að flytja skrifað efni stafrænt á milli tölva. Vonir standa til að nýr hugbúnaður Google eigi eftir að hleypa lífi á rafræna markaðinn.

Einnig hefur verð netþjóna sem hýsa allan tölvupóst lækkað umtalsvert í kjölfar flutninga tölvuframleiðslufyrirtækja til þróunarlandanna einnig er verð á hráefni orðið mjög lágt í kjölfar á uppgötvunum Íslenskrar Erfðagreiningar á því hvernig hægt er að framleiða kísil í miklu mun meira mæli en áður hefur þekkst.