sunnudagur, mars 19, 2006

Síðustu vikurnar hef ég ferðast um á Strætó. Þar eð bíllinn er enginn.

Það er nokkuð stresslosandi að sitja í strætó með iPodinn sem ég hef ekki notað af viti fyrr en í þessum nýju strætóferðum. Það sem fylgir þessum löngu stjórnlausu ferðum er líka mikill þankagangur, þ.e. maður hugsar mikið. Til dæmis hugsar maður, af hverju er ekki undirgöng með lest undir miklubraut? Af hverju er ekki Fréttablaðið í strætó. Af hverju syngur maður ekki með tónlistinni eins og í bílnum? Af hverju er verið að búa til vandamál með stöðu mála í Íran? Af hverju eru kínverjar að fjárfesta í Afríku? Af hverju var malbikið á strætó akreininni haft rautt? Af hverju er ekki ókeypis í strætó? Af hverju keypti ég mér ekki video iPod. Af hverju skrifaði Sandy undir blaðið fyrir Ryan? Af hverju er ungt fólk í meirihluta öllum nýjum atvinnugreinum? Af hverju er sagt að fólk geti ekki lært ný tungumál á gamals aldri? Af hverju er svona mikið skrýtið illa lyktandi fólk í strætó?

Sjávarkjallarinn í gær, Bautinn næstu helgi