Ég tók risa rúnt um áfengissölustaði miðborgarinnar í gærkveldi, það var mögnuð upplifunarferð sem lengi verður í minnum höfð. Ætli ég hafi ekki farið á eina 11 staði og tók bjór og skot á þeim öllum. Fyrst í pool í öskjuhlíðinni svo bara skotist á menninguna á Boomkicker enda er þar allt hið besta í heiminum að fá, vildum ekki fara á Kaffi París því það er svo skuggalega glatað fólk þar inni. Sem betur fer komust við útaf Boomkicker frá öllum hundunum og inná Nelly’s þar sem við tók sönghljómsveit mikil sem söng af innlifun ákveðið icelandic fffolk song um jeppa sem áfram skröltir þó. Túristarnir sem fylltu staðinn þetta kvöld voru mjög ánægðir með þessa hljómsveit sem greinilega er búinn að tryggja sér aðdáendahóp og gigg á miðvikudagskvöldum á Nelly’s til frambúðar. En þessu nennti maður ekki svo næsta stopp var einhver bar sem ég man ekkert hvað heitir og þar fékk maður sér bjórinn og skotið og út því ekki var góð lykt þar inni. Röðin kom að kaffi list eftir misheppnað stopp á þarna staðnum sem heitir æ ég man ekki sömu megin Laugarvegarins og nelly’s en ofar í hliðargötunni. Kaffi list er ekki góður bar þó að klósettin séu ansi hreinleg því erfitt reyndist að skrúfa frá krananum en einhverskonar barnalæsing var þar á. Burtu með kaffi list og alla helvítis snobbarana sem þar venja komur sínar. Við höfðum farið of langt uppeftir svo við snerum við á Grand Rock þar skeit barþjónninn svo mikið yfir mig þegar ég bað um eplasnafs að mér leið eins og óspjölluðum drengstaula sem tæplega hafði bragðað áfengi um ævina. Sem betur fer náði ég að rústa bjórnum á mettíma til að vinna upp töffið sem gekk ekki rassgað. Svo ég fór á næsta bar og næsta bar sem var Celtic Cross og Hverfisbarinn og settist þar með könnu af Guinnes og meiri skot en á Celtic gaf barþjónninn mér Gammel Dansk, ég varð að gera eitthvað draktískt til að hætta að hugsa um þennan helv barþjón á Grand Rock, ekki vildi gamli niður svo upp fór hann því miður. Ég reyndi að berjast en bjórinn minn var farinn að gerjast svo ég skolaði mig með honum. Eftir þetta lá leiðin á eitthvað rugl sem var bara rugl en ég náði fyrri styrk en þá því miður var allt að loka og Flugmannshelvítið keyrði sjálfan höfundinn heim til sín að sofa ég kom inn en fann enga rofa, því myrkvið er ríkjandi og sumarið víkjandi, ég er ekki frá því að með mér gangi vofa. Ég vona að miðvikudagsfyllerí verði ekki að algildum vana þó ákveðinn sjarmi hvíli á þeim eftir þetta skiptið.
fimmtudagur, júlí 31, 2003
miðvikudagur, júlí 30, 2003
Leikur Gylfaflöt, Gravarvogi 18:00. Okkur finnst við miklu flottari en þið.
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:42 |
þriðjudagur, júlí 29, 2003
Hann sagði við mig áðan - Jón láttu mig vera mig langar bara að sofa þú mátt hafa hátt en ekki láta sólina skína á mig, það er það eina sem ég bið um af þér!!!!!
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:11 |
Hann er vanalega skíthræddur við símhringingar en núna tekur hann ekki einu sinni eftir háahljóðini í þeim og það segir mér að hann sé heyrnarlaus
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:10 |
Nei ég vill ekki vatn, mér langar í mjólk! --- Playerinn á þennan
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:55 |
mánudagur, júlí 28, 2003
Ætli hægt sé að ganga í eitthvað Bloggarasamband Íslands, gæti heitið Bloggís? Ég skal vera formaður og ég er búinn að stofna það og ég er formaðurinn og þeir sem vilja vera með hringið í mig eða sendið email og látið vita hver adressan er og komum upp punktur is síðu til að halda utan um fréttir og tengla. The world ends after 3 hours.
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:07 |
sunnudagur, júlí 27, 2003
Samkvæmt áfengisumræðum um helgina er fallegasta kona í heimi er annað hvort Nicole Kidman, Beyonce Knowles eða Cameron Diaz. Aðrar komust ekki á lista hjá elítunni. Því miður, en ég minni á að dómurum er hægt að múta með hinum ýmsustu aðgerðum. Svo Isabella Roselini það er enn von fyrir þig.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:45 |
Heimsendir nálgast, iðrist gjörða ykkar. Síðasta tækifæri til að kaupa vestfirskan harðfisk á þrjúhundruð.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:40 |
Burtu með ólýðræðislega kjörinn forseta lýðræðisríkis. Burtu með lygara í bresku ríkisstjórninni. Lifi umburðarlyndi...
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:39 |
Sem ég heiti www.jonminn.blogspot.com finnst mér ljúft að segja frá því að 53%, rúmlega þúsund manna úrtaks bandaríkjamanna í skoðanakönun, finnst Eminem vera traustari en Georg Bush forseti. Þetta er merki um að eitthvað gott sé að gerast í landi tilgangsleysisins. Hvað er svo málið með að Breska stjórnin talar um að fara að leggja niður óháða útvarpsráð BBC og koma á fót leppstjórn ríkisstjórnarinnar í þessum merkilegasta fjölmiðli heimsins. Ég hlusta sjálfur mikið á fm 90,9 og finnst vera margfróður eftir hverja hlustunarlotu.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:37 |