fimmtudagur, júlí 31, 2003

Ég tók risa rúnt um áfengissölustaði miðborgarinnar í gærkveldi, það var mögnuð upplifunarferð sem lengi verður í minnum höfð. Ætli ég hafi ekki farið á eina 11 staði og tók bjór og skot á þeim öllum. Fyrst í pool í öskjuhlíðinni svo bara skotist á menninguna á Boomkicker enda er þar allt hið besta í heiminum að fá, vildum ekki fara á Kaffi París því það er svo skuggalega glatað fólk þar inni. Sem betur fer komust við útaf Boomkicker frá öllum hundunum og inná Nelly’s þar sem við tók sönghljómsveit mikil sem söng af innlifun ákveðið icelandic fffolk song um jeppa sem áfram skröltir þó. Túristarnir sem fylltu staðinn þetta kvöld voru mjög ánægðir með þessa hljómsveit sem greinilega er búinn að tryggja sér aðdáendahóp og gigg á miðvikudagskvöldum á Nelly’s til frambúðar. En þessu nennti maður ekki svo næsta stopp var einhver bar sem ég man ekkert hvað heitir og þar fékk maður sér bjórinn og skotið og út því ekki var góð lykt þar inni. Röðin kom að kaffi list eftir misheppnað stopp á þarna staðnum sem heitir æ ég man ekki sömu megin Laugarvegarins og nelly’s en ofar í hliðargötunni. Kaffi list er ekki góður bar þó að klósettin séu ansi hreinleg því erfitt reyndist að skrúfa frá krananum en einhverskonar barnalæsing var þar á. Burtu með kaffi list og alla helvítis snobbarana sem þar venja komur sínar. Við höfðum farið of langt uppeftir svo við snerum við á Grand Rock þar skeit barþjónninn svo mikið yfir mig þegar ég bað um eplasnafs að mér leið eins og óspjölluðum drengstaula sem tæplega hafði bragðað áfengi um ævina. Sem betur fer náði ég að rústa bjórnum á mettíma til að vinna upp töffið sem gekk ekki rassgað. Svo ég fór á næsta bar og næsta bar sem var Celtic Cross og Hverfisbarinn og settist þar með könnu af Guinnes og meiri skot en á Celtic gaf barþjónninn mér Gammel Dansk, ég varð að gera eitthvað draktískt til að hætta að hugsa um þennan helv barþjón á Grand Rock, ekki vildi gamli niður svo upp fór hann því miður. Ég reyndi að berjast en bjórinn minn var farinn að gerjast svo ég skolaði mig með honum. Eftir þetta lá leiðin á eitthvað rugl sem var bara rugl en ég náði fyrri styrk en þá því miður var allt að loka og Flugmannshelvítið keyrði sjálfan höfundinn heim til sín að sofa ég kom inn en fann enga rofa, því myrkvið er ríkjandi og sumarið víkjandi, ég er ekki frá því að með mér gangi vofa. Ég vona að miðvikudagsfyllerí verði ekki að algildum vana þó ákveðinn sjarmi hvíli á þeim eftir þetta skiptið.