Vandræðalegar Borgarstjórnarkosningar 2006.
Ég er kominn með framtíðarsýn sem kjósandi.
Höfuðborgarsvæðið skal hafa neðanjarðarlestarkerfi.
Lest númer 1 á að ná frá Háskólanum/Miðbænum undir Miklubraut uppá Vesturlandsveg. Lest númer 2 á að ná frá Kringlunni og að Leifstöð.
Lest númer 3 á að ná frá Mosfellsbæ undir Grafarvog/Endastöð Lestar 1/Árbæ/Breiðholt/Lindahverfi og að Smáralind með gatnamótum við Lest númer 2.
Svo væru risa bílastæði við hvert lestarstopp þar sem ég gæti lagt bílnum mínum. Einnig væru strætisvagnar sem gengju án afláts frá lestarstoppistöðunum stuttar leiðir þvert yfir teinana.
Þessar lestir væri hljóðlausar, þráðlaust internet, hljóðfráar og hvaðeina.
Verst að ég fæ ekki að ráða þessu strax, þarf víst að róa mig fyrst.
mánudagur, maí 08, 2006
Skrifað af Jon Minn klukkan 23:55
|