Fór í flugukastnámskeið í KR heimilinu í morgun, mætti auðvitað hroka frá starfsmanni KR þegar ég labbaði inn. Hóf svo námskeiðið ásamt starfsfélögum mínum.
Snýst eiginlega um að sveifla línunni um í íþróttahúsi. Hefði aldrei trúað því hvað það væri vont að fá svona flugu í eyrað. Krækti einmitt nokkrum sinnum í eyrað, veiddi meiraðsegja í peysuna hjá manninum hinum megin í salnum, var með of langa línu.
Leiðbeinendurnir voru 2 eldri menn, einn sagði mér að halda með þeirri vinstri í línuna og hreyfa ekki höndina. Hinn sagði mér líka að hreyfa ekki höndina en vafði línuna um puttann. Svo kom hinn aftur og spurði hvort mig langaði að missa fingur og leysti vafninginn. Þeir leiðréttu stillinguna reglulega hjá mér.
sunnudagur, maí 07, 2006
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:47
|