sunnudagur, september 04, 2005

Horfði á merkilega kvikmynd um daginn. Aðalhlutverk í höndum þeirra Martin Sheen og Luke Perry´s. The movie´s name is STORM. Myndin fjallar um veðurfræðing, Luke, sem stundar rannsóknir á fellibyljum og hvort hægt sé að leiða þá af leið með einhverju móti. Tilgangurinn er auðvitað að flytja úrkomu til staða þar sem hörgull er á. Eftir áralangar rannsóknir hefur hann komið sér upp frumstæðum rafmagnsörbylgjusendi, lágþrýstum. Í einni af fjölmörgum tilraunum inni í auga fellibyls tekst þetta svo um munar. Þegar hann lendir flugvélinni er hann handtekinn og flugleyfi hans afturkallað, svo missir hann vinnuna.

Bandaríski herinn kallar hann til starfa við veðurrannsóknir. Hershöfðinginn, Martin, útskýrir fyrir honum að herinn sé með sama verkefni í gangi með sama tilgangi. Til dæmis sé þá stundina svo mikilvægt að koma rigningu til Mexíkó eftir margra mánaða þurrka þar. Luke byrjar að vinna með miklu mun betri tækjakost en hann hefur haft hingað til. Luke fer auðvitað líka að velta fyrir sér hvaða annan tilgang herinn sér fyrir apparatið og byrjar að snuðra. Kemst að því að Andrews, fellibylur sem gekk yfir Florida fyrir allnokkrum árum hafi alfarið verið verk hópsins, reyndar varð fellibylurinn of öflugur fyrir hópinn þá og þess vegna hafi Florida eyðilagst. Örbylgjusendirinn magnar nefnilega fellibylji upp svo um munar. Þegar Luke áttar sig á þessu, virkar apparatið svo um munar og í næstu tilraun, sem fer illa og Los Angeles er lögð í rúst. Þá kemur í ljós hvílíkt vopn apparatið er, hefur alltaf verið hugsað sem vopn - til að taka við af atomsprengjunni. Sjáið bara eyðileggingarmáttinn af Katrínu. Myndin endar á því að Luke drepur Martin og fleiri vonda.

New Orleans var lögð í rúst með svona tæki. Það er ég sannfærður um.