sunnudagur, september 04, 2005

BootCamp

Vaknaði upp snemma laugardagsmorgun, eftir skrall friday night (Orator, Þorvaldur og myndavélin. Ballskákmót Orator, Agnar vann með tilþrifum. Haldið var niður í kvos rekist á Lögréttu og rökræðu um -starfsnám í lögfræði vs. fræðilegt og faglegt nám-.

Mætt í Öskjuhlíð og horft á sveitt fólk klára tveggja tíma prógram. Minn hópur byrjar að skokka rólega niður úr hlíðinni og ofaní Nauthólsvík, þar eru einhver hopp, hlaup, læri, meiri hlaup, stöður, magi, höndur og hí í gangi man ekki alveg hvaða nákvæmlega.

Komst eiginlega ekki til baka uppeftir. Rann svo í sund til að jafna blóðflæðið og útrýma mjólkinni, í góðra vina hópi... svo komst ég heim og sofnaði... svaf eiginlega bara þangað til sunnudagsmorgun. Ætlaði að ná í moggan í morgun en komst ekki niður stigan útaf harðsperrum nema sideways hoppandi.

Núna er ég að reyna að teygja og sleppa allri dagskrá og creative thinking.

Næst er BootCamp á þriðjudagsmorgun, svo næstu 6 vikurnar.