Allt sem ég geri, geri ég af einskærri tilviljun.
Engu að síður hef ég að leiðarljósi að koma vel fyrir og þraðka ekki á rétti annarra. Hæfileiki minn við að viðhalda fordómaleysi þrátt fyrir heitar kringumstæður er nánast algjör. Stundum hræði ég og rugla fólk án þess að ætla mér það. Oftast næ ég að mynda sérstök tengsl við aðrar manneskjur. Margir sækja í viðurkenningu mína og trúnaður minn við náungann er fullur og án undantekninga. Ég er hógvær en þrái samt hrós. Bræði mín heldur sér alltaf innanbrjósts. Útrásina fæ ég með flóknum leikfléttum sem fáir taka eftir að eigi sér stað. Mér líður best þegar athygli fólks beinist að mér.
sunnudagur, maí 08, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 23:38
|